***ATHUGIÐ AÐ EIGNIN ER AÐEINS SÝND Í BÓKAÐRI EINKASKOÐUN***
CROISETTE - KNIGHT FRANK kynnir í einkasölu einstaklega fallegt og vel staðsett einbýlishús á þremur pöllum með aukinni lofthæð. Eignin er skráð 395 fm en að auki er 60 fm tómstundaherbergi sem er ekki skráð inní heildarfermetratölu. Í skráðu fermetrum er svo 71, 9 fm innbyggð bílageymsla, vínkjallari og hjólageymsla. Staðsett innst í botnlanga í rólegu og fjölskylduvænu umhverfi í Akrahverfinu, Garðabæ. Eignin skiptist í fjögur svefnherbergi, þrjár stofur, þrjú baðherbergi, eldhús, tómstundarherbergi og bílageymslu. Fullfrágenginn fallegur skjólsæll garður með sólpalli og heitum potti. Sigurður Hallgrímsson hannaði húsið og Guðbjörg Magnúsdóttir sá um innanhúshönnun. Húsið er á frábærum stað, stutt í skóla, leikvelli og verslanir. Allar nánari upplýsingar veitir Karl Lúðvíksson Lfs í S: 663-6700 eða kalli@croisette.is
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit
Smelltu hér til að sjá eignina í 3D
Smelltu hér til að sjá neðri hæð eignarinnar í 3D
Nánari lýsing: Aðal hæðAðal-Anddyri: Gengið er inn í rúmgott anddyri. Góður fataskápur með rennihurð. Flísar frá Vídd á gólfi.
Anddyri: Inngangur við hliðina á útidyrahurð. Mjög gott skápapláss. Flísar frá Vídd á gólfi.
Gestasalerni: Salerni og vaskur. Sérsmíðaðar innréttingar frá SBS. Flísar frá Vídd á gólfi.
Stofa/Borðstofa: Rúmgóð og björt stofa með gólfsíðum gluggum. Vönduðum stórum arni. Hvíttað eikarparket á gólfi.
Eldhús: Innrétting er sérsmíðuð frá SBS. Á eldhúsborðinu er nátturusteinn frá S.Helgasyni.
Gott skápa- og borðpláss, ásamt eldhústækjum af hæsta gæðaflokki frá Smeg og Miele. Útgengt út á pall. Flísar frá Vídd á gólfi.
Sjóvarpshol: Er samtengt eldhúsi. Bjart með gólfsíðum gluggum. Flísar frá Vídd á gólfi.
Efri hæðHjónaherbergi: Rúmgott og bjart herbergi. Fataherbergi með góðu skápaplássi. Hvíttað eikarparket á gólfi. Baðherbergi er inn af hjónaherbergi með salerni og walk-in sturtu. Sérsmíðuð innrétting frá SBS. Hvíttað eikarparket og flísar á gólfum og veggjum að hluta til.
Þvottahús: Er með hvítri innréttingu með góðu skápaplássi og innbyggðu stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Gott vinnupláss og vask aðstaða. Flísar á gólfi og veggjum að hluta til.
Stofa/skrifstofa: Er aðskilið með vegg með innbyggðum hillum. Hvíttað eikarparket á gólfi.
Baðherbergi: Er með sérsmíðaðari innréttingu frá SBS með tvöfaldri vaskaðstöðu. Upphengt salerni. Walk-in sturta og baðkar. Flísar frá Vídd á gólfi og veggjum að hluta.
Svefnherbergi: Rúmgott og bjart herbergi. Innbyggðir fataskápar með góðu skápaplássi og innbygðum hillum. Hvíttað eikarparket á gólfi.
Svefnherbergi: Bjart herbergi. Innbyggðir fataskápar með góðu skápaplássi og innbyggðum hillum. Hvíttað eikarparket á gólfi.
Svefnherbergi: Bjart herbergi. Innbyggðir fataskápar með góðu skápaplássi og innbyggðum hillum. Hvíttað eikarparket á gólfi.
Gengið er út á rúmgóðan og skjólsælan sólpall úr bæði eldhúsi og svefnherbergisgangi. Pallurinn er úr brasilískum harðvið og á pallinum er góður heitur pottur.Neðri hæðGengið er niður flísalagðann stiga frá anddyri
Gangur: Er með góðu skápaplássi. Flísar frá Vídd á gólfi.
Tómstundaherbergi: Mjög rúmgott 60 fm herbergi (ekki inn í FMR). Dúkur á gólfi.
Bílskúr: Inngengið frá gangi. Mjög rúmgóður með góðu hilluplássi, vaskaðstöðu og epoxy á gólfi. Inn af bílskúr er vínherbergi/geymsla.
Nánari upplýsingar veita: Karl Lúðvíksson Sölustjóri - í síma 663 6700, tölvupóstur kalli@croisette.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.