Fimmtudagur 3. apríl
Fasteignaleitin
Opið hús:06. apríl kl 16:00-16:30
Skráð 2. apríl 2025
Deila eign
Deila

Hvassaleiti 125

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Háaleitis- og Bústaðahverfi-103
203.5 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
159.900.000 kr.
Fermetraverð
785.749 kr./m2
Fasteignamat
129.100.000 kr.
Brunabótamat
91.450.000 kr.
Mynd af Dórothea E. Jóhannsdóttir
Dórothea E. Jóhannsdóttir
Fasteignasali
Byggt 1961
Fasteignanúmer
2031990
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Númer íbúðar
1
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Röng ísetning á gluggum olli leka við glugga á efri hæð við suðurhlið.  Lagfært, útfelling undir einum stofuglugga í dag.  Leki varð frá svalarhurð á efri hæð. Lagfært, á eftir að klára viðgerð við hurð að utan til að koma í veg fyrir frekari leka. 
Sprunga í gleri í herbergi á jarðhæð.
Nýjir gluggar á neðri hæð eru aðeins minni en upprunaleg teikning sýnir.
Fasteignasalan TORG kynnir: Glæsilegt 5 herbergja endaraðhús með aukaíbúð á jarðhæð með sérinngangi. Mikið endurnýjuð eign að innan sem utan.
Eignin er teiknuð af Guðmundi Kr. Kristinssyni árið 1959.  Skjólsæll og uppgerður garður með nýlegum harðviðarpalli og skúr. Bílastæði og stétt við bílskúr eru nýlega steypt sem og verönd sem snýr í suður. Allar upplýsingar veitir Dórothea fasteignasali s: 898-3326 / dorothea@fstorg.is.

Stærðir skv. HMS: Samtals 203,5 fm. Jarðhæð 121,9 fm og 2. hæð 81,6 fm. Breytt skipulag er teiknað af Jakobi Líndal.
Innra skipulag:
Jarðhæð:

Forstofa: Flísalögð með fallegri tekkklæðningu sem heldur áfram inn á hol.
Hol: Skápur með tengi fyrir þvottavél/þurrkara. Rúmgóð vinnuaðstaða er á holi.
Gestasalerni: Endurnýjað, flísalagt í hólf og gólf. Upphengt salerni, innrétting með vaski og spegli, handklæðaofn.
Herbergi 1: Rúmgott með stórum gluggum og útgengi á verönd.
Herbergi 2: Opið rými með nýlegu eldhúsi og stofu. Svefnherbergi innaf, gert ráð fyrir baðherbergi innaf svefnherbergi.  Útgengi á verönd.
2. hæð:
Eldhús: Opið við bjart alrými í stofu og borðstofu. Dökk innrétting við vegg með tveimur keramikhellum, steinn á borði, stálofni í vinnuhæð með örbylgjuofni fyrir ofan. Amerískur ísskápur með frysti. Hvít rúmgóð eyja með stein á borði, gashelluborð og vaskur.
Stofa/borðstofa: Bjart rými með nýlegum arni og útgengi á þakverönd yfir bílskúr. Tengi fyrir heitan pott.
Baðherbergi: Sjarmerandi baðherbergi, upprunalegt að mestu, tvöfalt vaskborð, baðkar með sturtuaðstöðu, glerskilrúm, nýlegt upphengt salerni og nýlegur handklæðaofn.
Hjónaherbergi: Bjart með tveimur gluggum og hvítum fataskáp.
Aukaíbúð í bílskúr: Tveggja herbergja íbúð í hluta af bílskúr með eldhúsi og baðherbergi. Innrétting með stálofni og helluborði, 45 cm uppþvottavél og stálísskápi. Baðherbergi flísalagt, með sturtu, spegli og tengi fyrir þvottavél.
Endurbætur:
2012: Skólp og lagnir endurnýjaðar
2019: Þakefni og rafmagn endurnýjað
2020: Íbúð í bílskúr
2021: Nýir gluggar, rafmagnstafla og arinn í stofu
2022: Endurgerður garður, pallur úr Cumaru harðviði, steypt stétt og plan
2023: Eldhús sett í herbergi á jarðhæð
2024: Blikkkantur settur á svalarvegg
Hér er um að ræða einstaka eign sem hefur fengið miklar endurbætur á undanförnum árum. Aukaíbúð sem hentar vel sem gestaibúð, fyrir ungling eða sem leigueining. Auðvelt er að breyta skipulagi eignarinnar í upprunalegt horf þannig að eldhús og stofa séu á jarðhæð og herbergi á efri hæð. Frábær staðsetning miðsvæði í Reykjavík þar sem stutt er í flesta þjónustu, göngufæri í leik-og grunnskóla.  Allar upplýsingar veitir Dórothea E. Jóhannsdóttir fasteignasali s:898-3326, dorothea@fstorg.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. TORG fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. 
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða  1.6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.700,-
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um kr. 50.000.-
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 74.900,- með vsk.


 
 
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
28/05/201975.950.000 kr.73.500.000 kr.203.5 m2361.179 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hvassaleiti 23
Skoða eignina Hvassaleiti 23
Hvassaleiti 23
103 Reykjavík
258.1 m2
Raðhús
836
639 þ.kr./m2
164.900.000 kr.
Skoða eignina Ásendi 3
Bílskúr
Opið hús:06. apríl kl 17:00-17:30
Tvær íbúðir
Skoða eignina Ásendi 3
Ásendi 3
108 Reykjavík
213.9 m2
Einbýlishús
625
677 þ.kr./m2
144.900.000 kr.
Skoða eignina Baughús 14
Bílskúr
Skoða eignina Baughús 14
Baughús 14
112 Reykjavík
228.2 m2
Einbýlishús
614
657 þ.kr./m2
149.900.000 kr.
Skoða eignina Drómundarvogur 2
Bílastæði
Drómundarvogur 2
104 Reykjavík
145.2 m2
Fjölbýlishús
322
1032 þ.kr./m2
149.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin