Fasteignasalan TORG ásamt Aðalsteini lgf. og Margréti Rós lgf. kynna í sölu fallegt endaraðhús með 6 svefnherbergjum, bílskúr og aukaíbúð í kjallara með sérinngangi og góðum leigutekjum við Hvassaleiti 23 í Reykjavík. Um er að ræða raðhús á pöllum sem telur alls þrjár hæðir en gengið er inn á miðhæð eignar. Á efstu hæð eru alls 5 svefnherbergi auk baðherbergis með sturtu. Á miðhæð er stór og björt stofa ásamt sólskála og rúmgott svefn/sjónvarps herbergi ásamt eldhúsi og baðherbergi með sturtu. Á neðri hæð er stúdió íbúð með svefnholi, baðherbergi og eldhúsi. Bílskúr er innan eignar er upphitaður. Möguleiki á að útbúa efri hæð sem sér útleigumöguleika. Frábær staðsetning í miðri Reykjavík og stutt í alla helstu þjónustu, t.d. skóla, verslun og heilsugæslu ofl. Allar nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn lgf, s. 773-3532 eða adalsteinn@fstorg.is, og Margrét Rós lgf. í s. 856-5858 eða margret@fstorg.is*** SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA SÖLUYFIRLIT ***Eignin Hvassaleiti 23 er skráð sem hér segir hjá fasteignaskrá HMS: Eign 203-1955, birt stærð 258.1 fm.Nánari lýsing og skipting eignarhluta:Miðhæð:Komið er inn í
anddyri með teppi á gólfi.
Hol með flísum á gólfi og fataskápum.
Eldhús með hvítri innréttingu, span helluborði, bakarofni og viftu.
Baðherbergi með sturtu, innréttingu og upphengt salerni, flísalagt á gólfi og veggjum.
Stofa og borðstofa, björt og rúmgóð með viðarparketi á gólfi.
Herbergi inn af stofu með viðarparketi, fataskáp og aukinni lofthæð, sem nýta má einnig sem sjónvarpsherbergi.
Svalir með svalaskjóli: Útgengi út í garð, c.a. 9 m
2 að stærð. Sérgarður með palli og skjólveggjum. -
Ekki inn í skráðum fermetrum eignar.Efri hæð:Úr anddyri er hurð inn í annað
hol þar sem er stigi upp á efri hæðina.
Tvö svefnherbergi undir súð með harðparketi. Í öðru herbergi er kvistur með glugga en í hinu er þakgluggi.
Baðherbergi með sturtu, grárri innréttingu og upphengdu salerni. Gráar flísar á gólfi og veggjum. Handklæðaofn.
Þrjú rúmgóð herbergi eru inn af gangi og er útgangur úr einu herbergi á svalir. Harðparket á herbergjum og gangi.
Ath. - Efri hæð var áður útbúin sem íbúðareining með eldhúsi og stofu ásamt baðherbergi og tveimur herbergjum undir súð - möguleiki á að breyta aftur og lagnir fyrir eldhús til staðar.Neðri hæð:Stúdíóíbúð með eldhúsinnréttingu, plastparketi á gólfum, fataskápur.
Baðherbergi með sturtu, innréttingu, handklæðaofni. Flísalagt á gólfi og veggjum.
Nýlegir gluggar. - Sérinngangur. - Íbúðin er í útleigu með góðar leigutekjur.
Bílskúr:Upphitaður bílskúr með heitu og köldu vatni.
Framkvæmdir og viðhald undanfarin ár byggt á upplýsingum sem seljandi hefur frá fyrri eiganda og skv frá fyrri söluskráningu:2017 - Helluborð, bakarofn og vaskur í eldhúsi endurnýjuð ásamt öðru nauðsynlegu viðhaldi.
2018 - Útbúin stúdíó íbúð í kjallara með eldhúsinnréttingu og tækjum og nýtt baðherbergi.
2019 - Hús málað að utan.
2021 - Baðherbergi uppi endurnýjað.
2021/2022 - Skipt um alla glugga og gler á norðuhlið og endurnýjað gler á suðurhlið og nýjir gluggar að hluta á efri hæð og í kjallara.
2023 - Þak yfirfarið og talið í góðu ásigkomulagi skv ástandssýrslu frá fagaðila.
Framkvæmdir og viðhald undanfarið ár að sögn seljanda:2024 - Rafmagn yfirfarið og rofar endurnýjaðir í stofum og flestum herbergjum.
2024 - Gólfefni á efri hæð endurnýjuð í herbergjum og gangi.
2024 - Milliveggir settir upp á efri hæð.
2024 - Múrviðgerðir á gafli (suðurhlið).
Nánari upplýsingar veita:Aðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.
773-3532 /
adalsteinn@fstorg.isMargrét Rós Einarsdóttir - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala. / s.
856-5858 /
margret@fstorg.isErtu í söluhugleiðingum? Fáðu frítt söluverðmat fyrir þína eign hérUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan TORG bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.