Falleg, björt og vel skipulögð efri sérhæð með bílskúr í góðu tvíbýlishúsi í Norðlingaholtinu. Stutt í alla helstu þjónustu, skóla, leikskóla og verslun ásamt nálægð við náttúruna.
** 3 svefnherbergi
** Sérinngangur
** Frábær staðsetning
** BílskúrNánari upplýsingar veita:
Hrafnkell Pálmarsson Lgf / MBA. í síma nr 660-1976 eða hrafnkell@palssonfasteignasala.is
www.eignavakt.iswww.verdmat.is Góð ráð fyrir kaupendur / seljendurBirt stærð skv. HMS er 168,5m2, þar af geymsla 8,7m2 og bílskúr 32,3m2.
Eignin skiptist í anddyri, sjónvarpshol, stofu, borðstofu, eldhús, 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, bílskúr og geymslu inn af bílskúr. Í sérgarði er einnig geymsluskúr.
Nánari lýsing
Anddyri er með góðum fataskápum. Flísar á gófli.
Sjónvarpshol hefur verið stúkað af með glervegg
Stofa og borðstofa eru bjartar í opnu rými með eldhúsi. Flísar á gólfi.
Eldhús er með góðu skápaplássi, viðarinnrétting með dökkri borðplötu, bakaraofn, helluborð og háfur. Flísar á gólfi.
Herbergisgangur með flísum á gólfi.
Svefnherbergi I er rúmgott með góðum fataskápum. Parket á gólfi.
Svefnherbergi II er með með fataskáp. Parket á gólfi.
Svefnherbergi III er með með fataskáp. Parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf og er með góðri viðarinnréttingu, dökkri borðplötu, handlaug, vegghengdu salerni, sturtuklefa og handklæðaofni.
Þvottahús er með hvítri innréttingu og plássi fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Flísar á gólfi.
Bílskúr er rúmgóður með rafdrifnum hurðaopnara og flísum á gólfi. Samkvæmt upprunalegri teikningu er geymsla inn af bílskúrnum með hurð að aftan en innra skipulagi skúrsin hefur verið breytt. Auðvelt er að breyta tilbaka.
Þaksvalir sem tilheyra eigninni eru ofan á bílskúr.
Sérgarður fylgir eigninni og þar stendur
geymsluskúr,
sem fylgir eigninni, þar sem bæði er rafmagn og hiti.
Krókavað 8, íbúð merkt 04-0201, er afar falleg eign á frábærum stað í Norðlingaholtinu rétt við náttúruperlur Heiðmarkar.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.