Gimli fasteignasala og Ólafur B Blöndal löggiltur fasteignasali kynna: SEILUGRANDI 2 - GLÆSILEG MIKIÐ ENDURNÝJUÐ 3JA HERBERGJA ÍBÚÐ Á 2. HÆÐ ÁSAMT STÆÐI Í BÍLAGEYMSLU.
Um er að ræða einstaklega fallega og nýlega mikið endurnýjaða íbúð í litlu fjölbýli sem var allt yfirfarið, viðgert að utan 2021/2022 ásamt því að sameign innandyra var einnig tekin í gegn , málning og teppalögn. Eignin Seilugrandi 2 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 202-3859, birt stærð 110.2 fm. Nánar tiltekið eign merkt 02-02, ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Bókið skoðun hjá Ólafur Björn Blöndal í síma 6900811, eða olafur@gimli.isNÁNARI LÝSING:Anddyri, forstofa með flísum á gólfi og fataskápum.
Mjög rúmgóð og björt stofa með parketi og útgengt á plássgóðar svalir til suðurs.
Eldhúsið er allt endurnýjað, hvítlökkuð innrétting og vönduð tæki, Fibo plötur á veggjum og parket á gólfi.
Baðherbergið er allt endurnýjað, Fibo plötur á veggjum, innrétting og "walk in" sturta með glervegg. Tengi fyrir þvottavél.
Hjónaherbergið er með parketi og góðum fataskápum.
Rúmgott barnaherbergi með parketi og skápum. Upplýsingar frá eiganda um standsetningu íbúðar og húss undanfarin ár;
2021
Íbúð máluð
Eldhús algerlega endurnýjað, ný innrétting og ný tæki.
Baðherbergi algerlega endurnýjað, ný innrétting, ný sturta, ný tæki, flísar á gólf og veggir klæddir
Allar hurðar endurnýjaðar
Nýtt gólfefni á alla íbúðina nema flísar í forstofu
Tenglar og innstungur endurnýjað
2021/2022
Húsið ástandsskoðað af Verksýn 2021.
Húsið háþrýstiþvegið, gert við sprungur og ryðpunkta
Viðgerðir sílanbaðar og allir steyptir fletir málaðir.
Svalagólf alhareinsuð, filtuð sílanborin og máluð
Frostsprungin og morkin steypa í svalarplötum endursteypt
Skemmd ílögn lagfærð
Svalagangar alhrreinsaðir, filtaðir og sílarbornir
Svalahandrið yfirfarin, grt við múrskemmdir og máluð
Járnverk á svölum ryðhreinsað, grunnað og málað
Ef handrið of ryðguð – þá tekin niður sandblásin, heitgalvanhúðuð og sett upp aftur
Ónýtum gluggum skipt út
Viðgerðir á gluggum og hurðum og málað
Þakjárn og fylgihlutir endurnýjað
Þakrennur og óný niðurfellsrör endurnýjað
Fúið timbur í þakkanti endurnýjað og málað
2023
Sameign máluð, ný teppi og ný ljós 2023
Nánari upplýsingar veitir: Ólafur Björn Blöndal Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja og skipasali, í síma 6900811, tölvupóstur olafur@gimli.is eða
gimli@gimli.isGimli fasteignasala hefur stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti á fimmta áratug og er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð árið 1982. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki, traust og góð þjónusta.
Gimli, gerir betur...Gimli er staðsett á 2. hæð á Grensásvegi 13, 108 Reykjavík og á 2. hæð á Eyravegi 29, Selfoss.
Opnunartími frá kl. 10 -16 alla vikra daga, sími: 570 4800, tölvupóstur:
gimli@gimli.isHeimasíða Gimli fasteignasöluGimli á FacebookUm skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Teikningar sem fylgja lýsingu eignarinnar og myndum eru til viðmiðunar og ekki alltaf í samræmi við samþykktar teikningar af eigninni.