Guðlaugur J. Guðlaugsson löggiltur fasteignasali og RE/MAX fasteignasala kynna í einkasölu:
Vel skipulögð og björt 156,6 fm fjögurra herbergja íbúð með sér inngangi á 2. hæð (efsta hæð) að Andarhvarfi 7b, 203 Kópavogi, ásamt 28,3 fm. bílskúr, samtals stærð er 184,9 fm.
Einstaklega fallegt útsýni. Vandaðar sérsmíðaðar innréttingar, tvö baðherbergi og aukin lofthæð, allar innihurðir eru 2.2 m. Tvennar rúmgóðar svalir, til norð-austurs með útsýni að Elliðarvatni og víðar og svalir sem snúa vel á móti sól til suð-vesturs.Baðherbergin tvö eru bæði nýlega uppgerð, bæði með gólfhita og vönduðum tækjum frá Ísleifi og flísum frá Birgisson. Nýr steinn í eldhúsinu, ofnar og helluborð frá AEG eru þriggja ára. Innréttingar í íbúðinni eru afar vandaðar og sérsmíðaðar frá Fagus trésmiðju og KJK trésmiðju. Mjög gott skápapláss. Vandað og fallegt eikarparket er á gólfum að undanskildri forstofu og votrýmum, þar eru flísar. Þvottahús er innan íbúðar.
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu/borðstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahús, geymslu og bílskúr.
Nánari lýsing:Forstofa er með flísum á gólfi,
innfelldum fataskáp og sérsmíðuðum set-bekk og auka skáp.
Gesta baðherbergi er inn af forstofu. flísalögð í hólf og gólf, sturta með innbyggðum tækjum, viðarinnrétting með steinvask, handklæðaofn, upphengt salerni og opnanlegur gluggi.
Stofa/borðstofa er i opnu alrými með fallegt parket á gólfum, rúmgott og bjart alrými með stórum gluggum. Útgengi er út frá stofu út á stórar yfirbyggðar svalir með glæsilegt útsýni að Elliðavatni og víðar.
Eldhúsið er rúmgott og bjart með parket á gólfi og vandaða innréttingu sem liggur á móti hvor annarri með gott vinnu- og borðpláss. Mikið og gott skápa/skúffu pláss. Tveir ofnar í vinnuhæð, annar .þeirra er combi ofni, stór spanhella og innbyggð uppþvottavél. Gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp í innréttingunni. Útgengi er út frá eldhúsinu út á suð-vestur svalir íbúðarinnar.
Gangur er með parket á gólfi, og aðgengi að öðrum vistarverum.
Hjónaherbergið er rúmgott og bjart með parket á gólfi, hvítir fataskápar með meðfram einum vegg. Mjög gott skápapláss.
Svefnherbergi II er mjög rúmgott með parket á gólfi og fataskáp. Ekki er hurð inn á það herbergi, það herbergi var áður notað sem sjónvarpsherbergi. Auðvelt væri að setja þar upp hurð.
Svefnherbergi III er mjög stórt og rúmgott með parket á gólfi og fataskáp.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og á veggjum. Glæsilegt innrétting með steinvask. Stór speglaskápur með gott geymslupláss, handklæðaofn, baðkar og upphengt salerni.
Þvottahúsið er með flísum á gófli, innrétting á einum vegg með tengi og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, skúffur þar fyrir neðan og skápar þar fyrir ofan.
Bílskúrinn er 28,3 fm. mjög snyrtilegur með epoxy á gólfi, rafdrifinn hurðaopnari, skolvaskur og rúmgóð geymsla í enda bílskúrsins.
Vönduð og felleg eign, vel staðsett með útsýni að Bláfjöllum, Elliðavatni og víðar. Stutt er í upplýstar gönguleiðir og alla helstu þjónustu.
Nánari upplýsingar: Guðlaugur J. Guðlaugsson, löggiltur fasteignasali í síma
661-6056, gulli@remax.is
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.