Valhöll fasteignasala kynnir til sölu nýuppgerða og glæsilega 5 herbergja íbúð á efstu hæð með góðu útsýni í mikið endurnýjuðu fjölbýlishúsi í Vesturbergi 2 í Reykjavík. Íbúðin var upphaflega með 3 svefnherbergjum en búið er að færa eldhúsið fram í stofu og útbúa herbergi þar sem eldhúsið var og er hún því með 4 svefnherbegjum í dag. Eignin er skráð 108,2 fm á stærð og þar af er geymslan 8,2 fm.
Íbúðin var endurnýjuð að innan á glæsilegan hátt febrúar og mars 2025 og hefur ekki verið búið í henni eftir endurbæturnar. Þá er hefur húsið fengið mjög gott viðhald að utan. Sjá lista um endurbætur að neðan.
Eignin skiptist í anddyri / gang, 4 svefnherbergi, baðherbergi, stofu, eldhús og geymslu á jarðhæð. Vestursvalir með útsýni í átt að Esjunni. Búið er að setja upp rafhleðslustöðvar á bílastæðinu. Stigagangur og sameign mjög snyrtilegt.
Þetta er glæsileg eign sem er vert að skoða. Íbúðin getur verið laus til afhendingar við kaupsamning.
Frekari upplýsingar veitir Snorri Björn Sturluson löggiltur fasteignasali / lögfræðingur í síma 699-4407 eða snorribs@valholl.is
Nánari lýsing:
Anddyri / gangur: með plássi fyrir fatahengi eða fataskáp og parketi á gólfi.
4 svefnherbergi: með fataskápum í hjónaherbergi og parket á gólfi í öllum herbergjum.
Baðherbergi: með innréttingu, snyrtiskáp, upphengdu salerni, sturtu, handklæðaofn, geymsluskáp, aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara og flísum á gólfi.
Eldhús: með fallegri innréttingu með góðu skápaplássi, innbyggðri uppþvottavél, eyju með sætaplássi, góðu borðplássi, parketi á gólfi og útgengi á vestur svalir.
Stofa: með parketi á gólfi.
Geymsla: 8,2 fm geymsla á jarðhæð.
Hjóla- og vagnageymsla: sameiginlega á jarðhæð.
Viðhald á húsi:
- Austur og suður hlið klædd 2009
- Skipt um glugga framan og aftan á húsinu 2009
- Skipt um glugga að framan í sameign og herbergi 2017/2018
- Skipt um stofuglugga og svalarhurð 2021
- Gler og svalarhandrið 2021
- Skipt um pappa og járn á þaki 2022
- Húsið málað 2022
- Opnanleg fög endurnýjuð á austurhlið 2025
Viðhald á íbúð febrúar / mars 2025:
- Eldhús og eldhústæki endurnýjað (eldhús fært fram í stofu).
- Baðherbergi endurnýjað þ.e. innréttingar, flísar, klósett, handklæðaofn, sturta, blöndunartæki.
- Gólefni endurnýjuð (harðparket og flísar á baðherbergisgólf).
- Innihurðir endurnýjaðar.
- Rafmagn dregið í tengla og rofa.
- Ofnar endurnýjaðir.
- Fataskápar hjónaherbergi endurnýjaðir.
- Ný loftljós.
Hússjóður:
Þessi íbúð er núna að greiða 11.000 kr. í hússjóð á mánuði. Innifalið í gjaldinu er almennur rekstur húsfélagsins, allur hitakostnaður, rafmang í sameign þrif sameignar og þrif sorpgeymslu.
Nánari upplýsingar veitir:
Snorri Björn Sturluson löggiltur fasteignasali / lögfræðingur í síma 699-4407 eða snorribs@valholl.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.