Fasteignasalan TORG kynnir: Virkilega falleg og mikið endurnýjuð þriggja herbergja íbúð á annarri hæð með sér inngangi við Löngumýri 24, 210 Garðabæ. Eignir er skráð 118,6 fm en þar af er 29 fm bílskúr. Íbúðin sjálf er skráð 89,6 fm og skiptist í tvö svefnherbergi, stofu/borðstofu, eldhús, baðherbergi, sér þvottahús innan eignar, anddyri og 3 fm geymslu á fyrstu hæð. Allar nánari upplýsingar veitir Darri Örn Hilmarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 767-0000 eða tölvupósti: darri@fstorg.is
Nánari lýsing: Gengið er inn um sér inngang og inn í rúmgott anddyri með flísum á gólfi. Alrýmið er opið og bjart en þar er eldhús, stofa og borðstofa. Eldhúsið er nýlega endurnýjað með innbyggðum ísskáp, vínkæli, bakaraofni og helluborði. Gert er ráð fyrir innbyggðri uppþvottavél inn í innréttingu (fronturinn er til). Eldhúsið er með góðu skápaplássi og fallegum búrskáp með innbyggðri lýsingu. Eldhúsið er að hluta til sérsmíðað frá Aðalvík í bland við Ikea innréttingu með sér pöntuðum höldum. Borðplatan er úr fallegum "Et Marquina" quartz stein frá Granítsteinum með undirlímdum vask. Frá stofu er gengið út á 12,1 fm vestur svalir. Baðherbergið var einnig nýlega endurnýjað með baðkari/sturtu, upphengdu salerni og fallegri innréttingu með handlaug. Svefnherbergin eru tvö. Hjónaherbergið er 12 fm og er með tveimur tvöföldum innbyggðum fataskápum. Barnaherbergið er 10 fm og með innbyggðum tvöföldum fataskáp. Sér þvottahús er innan eignar en þar er gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara. Ágætis innrétting með handlaug er inn á þvottahúsi. Á fyrstu hæð er 3 fm geymsla sem tilheyrir eigninni. Á norður hlið hússins er síðan keyrt niður að 29 fm bílskúr (miðju skúrinn) sem fylgir eigninni.
Niðurlag: Um er að ræða virkilega fallega og vel staðsetta íbúð, miðsvæðis í Garðabæ. Stutt er í leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, verslun, heilsugæslu og alla helstu þjónustu.
Fasteignasalan TORG kynnir: Virkilega falleg og mikið endurnýjuð þriggja herbergja íbúð á annarri hæð með sér inngangi við Löngumýri 24, 210 Garðabæ. Eignir er skráð 118,6 fm en þar af er 29 fm bílskúr. Íbúðin sjálf er skráð 89,6 fm og skiptist í tvö svefnherbergi, stofu/borðstofu, eldhús, baðherbergi, sér þvottahús innan eignar, anddyri og 3 fm geymslu á fyrstu hæð. Allar nánari upplýsingar veitir Darri Örn Hilmarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 767-0000 eða tölvupósti: darri@fstorg.is
Nánari lýsing: Gengið er inn um sér inngang og inn í rúmgott anddyri með flísum á gólfi. Alrýmið er opið og bjart en þar er eldhús, stofa og borðstofa. Eldhúsið er nýlega endurnýjað með innbyggðum ísskáp, vínkæli, bakaraofni og helluborði. Gert er ráð fyrir innbyggðri uppþvottavél inn í innréttingu (fronturinn er til). Eldhúsið er með góðu skápaplássi og fallegum búrskáp með innbyggðri lýsingu. Eldhúsið er að hluta til sérsmíðað frá Aðalvík í bland við Ikea innréttingu með sér pöntuðum höldum. Borðplatan er úr fallegum "Et Marquina" quartz stein frá Granítsteinum með undirlímdum vask. Frá stofu er gengið út á 12,1 fm vestur svalir. Baðherbergið var einnig nýlega endurnýjað með baðkari/sturtu, upphengdu salerni og fallegri innréttingu með handlaug. Svefnherbergin eru tvö. Hjónaherbergið er 12 fm og er með tveimur tvöföldum innbyggðum fataskápum. Barnaherbergið er 10 fm og með innbyggðum tvöföldum fataskáp. Sér þvottahús er innan eignar en þar er gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara. Ágætis innrétting með handlaug er inn á þvottahúsi. Á fyrstu hæð er 3 fm geymsla sem tilheyrir eigninni. Á norður hlið hússins er síðan keyrt niður að 29 fm bílskúr (miðju skúrinn) sem fylgir eigninni.
Niðurlag: Um er að ræða virkilega fallega og vel staðsetta íbúð, miðsvæðis í Garðabæ. Stutt er í leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, verslun, heilsugæslu og alla helstu þjónustu.
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.