BYR fasteignasala kynnir í einkasölu SÆBAKKI 20, 740 Neskaupstaður. Fimm herbergja einbýlishús á einni hæð með bílskúr innst við lítin botnlanga, stutt í alla almenna þjónustu og útivistarsvæði, útsýni. Smellið hér fyrir staðsetningu.Húsið er timburhús, byggt árið 1988, eignin skiptist í einbýli 122.9 m² og bílskúr 40.0 m², samtals 162.9 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri, gangur, stofa og borðstofa, eldhús, fjögur svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Bílskúr.
Nánari upplýsingar hjá BYR fasteignasölu | byr@byrfasteignasala.is | 483 5800 |Nánari lýsing: Anddyri, flísar á gólfi, fatahengi og vegghengdir skóskápar.
Gangur, liggur innan við anddyri að öðrum rýmum eignarinnar, tvöfaldur fataskápur er innst á gangi, parket á gólfi (vegghengdir skápar á gangi fylgja ekki).
Stofa og borðstofa, parket á gólfi, útgengt er frá stofu út á timburverönd (vegghengdir skápar í stofu fylgja ekki).
Eldhús er opið við borðstofu, parket á gólfi, U-laga innrétting, helluborð og ofn, háfur, gert er ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingu, (uppþvottavél fylgir ekki). Innangengt er í þvottahús frá eldhúsi.
Herbergi I, hjónaherbergi, fimmfaldur fataskápur, parket á gólfi.
Herbergi II, fjórfaldur fataskápur, plastparket á gólfi.
Herbergi III, tvöfaldur fataskápur, plastparket á gólfi.
Herbergi IV, án fataskáps, plastparket á gólfi.
Baðherbergi, flísar á gólfi og hluta veggja, vaskinnrétting, salerni, baðkar og sturtuklefi með nuddi, gluggi.
Þvottahús, málað gólf, þrefaldur fataskápur, innrétting með hækkun fyrir tvær vélar, vaskur í borði, útgengt er úr þvottahúsi. Lúga er upp á loft úr þvottahúsi, fellistigi.
Bílskúr, málað gólf, bílskúrshurð með mótor, gönguhurð er við hlið bílskúrshurðar. Vaskur, kalt vatn.
Sæbakki 20 er timburhús á einni hæð ásamt bílskúr áföstum húsi, byggt árið 1988. Húsið og bílskúrinn er klætt að utan með standandi timburklæðningu, bárujárn á þaki, timburgluggar og hurðar. Malar bílaplan er fyrir framan hús og bílskúr, við hlið bílskúrs er möguleiki á að leggja hjólhýsi í stæði.
Bakgarður (suður) er gróin, timburverönd heitur pottur er við verönd, óbyggt svæði er aftan við lóð að sjó.Útsýni yfir hafið.
Lóð er 711.0 m² leigulóð í eigu Fjarðabyggðar, lóðarleigusamningur til 50 ára frá 13.03.2020 skjal nr. 446-S-000149/2020.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 216-9721. Sæbakki 20.Stærð: Einbýli 122.9 m². Bílskúr 40.0 m² Samtals 162.9 m².
Brunabótamat: 76.450.000 kr.
Fasteignamat: 55.600.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2026: 57.350.000 kr.
Byggingarár: 1988.
Byggingarefni: Timbur.
Eignarhald:
01.0101 Einbýlishús 122.9 Brúttó m².
02.0101 Bílskúr 40 Brúttó m².