*** ASPARSKÓGAR 5B - 300 AKRANESI ***
FASTEIGNALAND og Oliver Bergmann lögg.fasteignasali kynna: Mjög svo fallega 4ra herbergja endaíbúð á 1. hæð alls 96,8 fm. Eldhús í alrými, eldhúseyja og rúmgóð stofa og borðstofa. Úr stofu er gengið út á suðvestur steypta verönd. Baðherbergi með sturtu, flísalagt gólf og tengi fyrir þvottavél. Fataskápar í öllum 3 svefnherbergjum, geymsla innan íbúðar. Fataskápur í anddyri.SMELLTU HÉR TIL AÐ BÓKA SKOÐUN / FÁ SENT SÖLUYFIRLITSJÁ MYNDBAND AF EIGN (VIDEO) Nánari lýsing:Forstofa: er rúmgóð með flæðandi parket á gólfi og fataskáp.
Alrýmið: Eldhús/stofa/borðstofa í sama rými. Bjart og rúmgott með parketi á gólfi. Falleg eldhúsinnréttingin með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. Gengið út á steypta verönd.
Hjónaherbergi: Rúmgott, stór fataskápur, parket á gólfi.
Svefnherbergi I: fataskápur og parketi á gólfi.
Svefnherbergi II: fataskápur og parketi á gólfi.
Baðherbergi: flísar á gólfi og veggjum. Vegghengt salerni, rúmgott sturtuhorn með glervegg og falleg innrétting. Tengi fyrir þvottavél.
Geymsla er innan eignar.
Innréttingar eru frá Ormsson og heimilistæki. Parket á gólf og innihurðir frá Birgisson, flísar frá Álfaborg, hreinlætistæki frá BYKO.
Lóð frágengin og bílastæði. Hiti í tröppum milli hæða og gangstétt fyrir framan hús. Í Asparskógum 5B er sameiginleg hjóla og vagnageymsla á 1. hæð fyrir bæði húsin.
Um er að ræða virkilega fallega og vel skipulagða íbúð á Akranesi. Stutt í leikskóla, golfvöll, og skógræktina.
Fyrirhugað fasteignamat 202559.000.000 kr.
Nánari upplýsingar veitir:Oliver Bergmann löggiltur fasteignasali / s.
787 3505 / oliver@fasteignaland.is
__________________________________________________________________________________________
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. FASTEIGNALAND fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.