Hraunhamar fasteignasala kynnir mjög góða 143 fermetra efri hæð og ris ásamt bílskúr í tvíbýli á frábærum stað við Norðurbraut 33 í vesturbæ Hafnarfjarðar. Íbúðarhlutinn 112,5 fm og bílskúrinn 24 fm og gróðurhús 6,5 fm. Auk þess á íbúðin helmingshlut í sameigninlegri geymslu sem ekki er skráð inn í fermetratölu eignarinnar. Ris hæðin er töluvert undir súð því er því grunnflötur hennar stærri en uppgefnir fermetrar skv. fasteignayfirliti. ### Nýtt og glæsilegt eldhús
### Fjögur svefnherbergi
### Mikið endurnýjuð eignSkipting eignarinnar: Neðri hæðin. Forstofa, hol, eldhús, stofa, borðstofa, baðherbergi tvö herbergi og svalir. Rishæðin Tvö herbergi, sjónvarpshol og þvottaaðstaða. auk þess er bílskúr, gróðurhús og sameiginlegt geymslurými / tæknirými.
Nánari lýsing eignar:Skemmtileg aðkoma. Góður sér inngangur.
Forstofa.Fint
hol og þar eru fataskápur.
Eldhús með fallegri nýrri innréttingu, steinn á borðum og vönduðum eldunartækum. Góð eyja.
Endurgert flísalagt
baðherbergi með baðkari og þar er fln innrétting, hiti í gólfum á baðherberginu.
Björt stofa og borðstofa.
Hjónaberbergi með fataskápum og þaðan er utangengt út á suð-vestur svalir.
Fínt barnaherbergi.
Rishæðin: Þar eru tvö herbergi, í öðru herberginu er ekki opnanlegt fag. Herbergin eru að hluta til undur súð..
Sjónvarpsrými og einnig er þvottaaðstaða í risnu.
Gólfefni er harðparket og flísar.
Góður bílskúr með rafmagni, heitu og köldu vatni. nýl ásamt garðskála. Gott sameiginlegt rými á jarðhæð.
Eignin hefur verið mikið endurnýjuð undanfarin ár. Sjá hér að neðan lista frá seljenda um endurbætur frá árinu 2018
2018: Allt nýtt á baði, rafmagn, flísar
2019: Ris tekið í gegn. Gólf flotað og parketlagt. Settir upp 2 veggir og hurðar. Nýtt rafmagn.
2020: Bílskúr málaður að innan og gólf epoxymálað
2021: Nýr skápur og nýtt parket í hjónaherbergi
2022: Þak og þakkantur málaður.
2023: Nýr skápur á gangi. Allt nýtt í eldhúsi, lagnir, rafmagn, innrétting. Steinplata á borðum frá Steinprýði.
Nýtt parket á allri neðri hæð og flísar á forstofu, Nýjar innihurðir.
Þetta er falleg eign sem hefur verið mikið endurnýjuð undanfarin ár á þessum frábæra stað í Vesturbæ Hafnarfjarðar.
Nánari upplýsingar veitir Hlynur Halldórsson, löggiltur fasteignasali, s. 698-2603, hlynur@hraunhamar.isSkoðunarskylda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi
Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983.
Hraunhamar, í fararbroddi í rúm 40 ár. – Hraunhamar.is
Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.