Föstudagur 26. september
Fasteignaleitin
Skráð 26. sept. 2025
Deila eign
Deila

Bakkastaðir 51

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Grafarvogur-112
219.6 m2
5 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
187.000.000 kr.
Fermetraverð
851.548 kr./m2
Fasteignamat
142.050.000 kr.
Brunabótamat
114.050.000 kr.
Mynd af Sölvi Þór Sævarsson
Sölvi Þór Sævarsson
löggiltur fasteignasali
Byggt 2000
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2244661
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
upphafl.
Raflagnir
upphaflegt
Frárennslislagnir
upphafl.
Gluggar / Gler
upphaflegt
Þak
upphaflegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Stór timburverönd, 2 svalir
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
--  Vandaðar upphaflegar innréttingar -- Einstök eign fyrir vandláta á góðum útsýnistað við sjó --.

Domusnova og Sölvi Sævarsson lgf, kynna: Glæsilegt einbýlishús, þar sem er íbúðarrými er mest allt á sömu hæð og sjónvarpsrými á efri hæð með miklu útsýni á einstökum stað, neðarlega í lokaðri götu við sjávarsíðuna í hinu eftirsótta Staðahverfi við Bakkastaði 51 í Grafarvogi. Tvöföldar innbyggðum bílskúr á neðri hæð, innangengt um stiga upp í íbúð. 
Frábært útsýni er úr húsinu, tvennar svalir, stór afgirt verönd, sérsmíðaðar innréttingar og gott skipulag. Örstutt á golfvöllinn við Korpúlfsstaði. Stutt í verslanir og þjónustu við Spöngina, íþróttir, afþreyingu, veitingar ofl. í Egilshöll. Góðar gönguleiðir/hjólaleiðir í kring. Þá eru nokkur skref niður í fjöruna og göngustíg sem liggur meðfram strandlengjunni þar sem selirnir liggja á skerjunum.

Eignin er í heild skráð 219,6 m²  skv. Þjóðskrá Íslands, þar af er bílskúr 38,0 m²
Fasteignamat 2025 er 162.600.000.-    Byggingarár er 2000.

 
Vel skipulögð eign með vönduðum innréttingum sem vert er að skoða.

Egnin verður ekki sýnd í opnu húsi - Bóka þarf tíma fyrir einkaskoðun.
Allar nánari uppl.  veitir Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali í s. 618-0064 eða solvi@domusnova.is 

Nánari lýsing:
Forstofa - Fataskápur og fatahengi, flísar á gólfi.
Snyrting - Inn af anddyri með handlaug, salerni, flísum á veggjum og gólfi. Opnanlegur gluggi á snyrtingu.
Eldhús -  Eldhúsinnrétting úr Öl, stáli og sprautulökkuð, granít borðplötur, borðkrókur og dúkur á gólfi.  Úgengt úr eldhúsi út á stóran ca. 70-80 fm. afgirtan sólpall með skjólveggjum.
Borstofa/stofa - Upptekin loft með innfelldum halogenljósum og niðurlímdu eikarparketi á gólfum. Fallegur arinn í stofu og hurð út á veröd í vestur.

Fallegur vandaður stigi úr stofu upp í sjónvarps- og útsýnisherbergi.
Sjónvarpsými/ útsýnisherbergi - Rúmgott rými með parket á gólfi. Útgengt á góðar norðvestur útsýnissvalir með GLÆSILEGU ÚTSÝNI yfir borgina, sundin að Geldinganesi, Snæfellsjökli, Akranes, Akrafjall, að Esjuni og Móskarðshnjúkum 
Geymsla inn af sjónvarpsrými á efri hæð með parketi á gólfi.

Alls eru 3 svefnherbergi á aðalhæðinni. Úr hjónaherbergi er útgengt á góðar suðaustur svalir. Allar innihurðir eru sérsmíðaðar úr öl. Svefnálma og herbergi með parketi á gólfum. 
Geymsla á herbergisgangi. 
Þvottaherbergi - Flísalagt og með hvítri innréttingu, skápum, hillum og hurð út á lóð í vestur.
Baðherbergi - Er flísalagt með horn-nuddbaðkari, sturtu og sérsmíðaðri innréttingu (ölur/hvítlökkuð) handklæðaofni, upphengdu wc og gluggum.

Bílskúr - Gengið er úr forstofu um hringstiga niður í tvöfaldan bílskúr sem er flísalagður, með góðum skápum og hillum, snyrting . Fjarstýrðir hurðaropnarar eru á báðum hurðum (Héðinshurðir) , göngudyr á norðurhlið.

Annað:
Samkvæmt upplýsingum frá fyrri eiganda er hiti í útitröppum og bílaplan er steypt með snjóbræðslulögn. Sedrusviður er í þakkanti og brasilískur viður í sólpalli. Húsið er steinsteypt, einangrað að utan og með marmarasalla/steiningu. Maghony gluggar og útihurðir.

Nánari upplýsingar veitir:
Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali. í síma 618-0064 eða solvi@domusnova.is 
 – eða skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 79.900 kr.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0.3% af endanlegu brunabótamati.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
06/07/201875.850.000 kr.92.000.000 kr.219.6 m2418.943 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 2000
38 m2
Fasteignanúmer
2244661
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
12.400.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hverafold 41
3D Sýn
Bílskúr
Skoða eignina Hverafold 41
Hverafold 41
112 Reykjavík
252.8 m2
Einbýlishús
614
771 þ.kr./m2
195.000.000 kr.
Skoða eignina Lyngrimi 16
Bílskúr
Skoða eignina Lyngrimi 16
Lyngrimi 16
112 Reykjavík
214.5 m2
Einbýlishús
614
885 þ.kr./m2
189.900.000 kr.
Skoða eignina Vættaborgir 23
Bílskúr
Skoða eignina Vættaborgir 23
Vættaborgir 23
112 Reykjavík
206 m2
Einbýlishús
624
898 þ.kr./m2
184.900.000 kr.
Skoða eignina Kolbeinsmýri 4
Opið hús:02. okt. kl 17:15-17:45
Skoða eignina Kolbeinsmýri 4
Kolbeinsmýri 4
170 Seltjarnarnes
187.4 m2
Raðhús
614
939 þ.kr./m2
175.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin