Guðmundur Þór Júlíusson og Ástþór Reynir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:Virkilega falleg og vel skipulögð 2ja herbergja 50,7 fermetra íbúð á jarðhæð/kjallara við Unnarbraut 5, 170 Seltjarnarnes. Eignin hefur fengið gott viðhald síðustu ár. Skipulag telur, forstofu/anddyri, hol, svefnherbergi, eldhús, stofu, þvottahús í sameign og geymsla.
Bókið skoðun hjá Gumma Júl í síma 858-7410 eða með tölvupósti á netfangið gj@remax.is eða á Ástþór Reyni í síma 899-6753 eða með tölvupósti á netfangið arg@remax.isNánari lýsing eignar Forstofa með flísum á gólfi.
Eldhúsið er opið inn í stofu með harðparketi á gólfi og fallegri eldhúsinnréttingu þar sem er innbyggður ísskápur með frysti, span helluborði, harðparket á gólfi.
Stofa&borðstofa með harðparketi á gólfi.
Hjónaherbergi með harðparketi á gólfi og fataskáp.
Baðherbergi með flísalögðu gólfi og veggjum að hluta, innrétting með neðri skápum og rúmgóðum skáp, Sturtuklefi, upphengt salerni og handklæðaofn.
Þvottahús er sameiginlegt með sértengli fyrir íbúð.
Geymsla er á móts við svefnherbergi sem er undir stiga, sem er ekki inn í heildarfermetrum.
Eignin hefur fengið gott viðhald síðustu ár:2017 Neysluvatnslagnir inni og ofnalagnir endurnýjaðar.
2020 Gluggar voru yfirfarnir og lagaðir. Það var skipt um glugga í svefnherberginu.
2021 Þak endurnýjað að hluta.
2023 eldhús endurnýjað og nýtt parket, nýjar flísar á anddyri. Rafmagn endurnýjað, dregið í og sett upp ný rafmagnstafla.
2024 Hleðslustöð sett upp af húsfélaginu
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir: Guðmundur Þór Júlíusson löggiltur fasteignasali í síma
858-7410 eða gj@remax.is
Ástþór Reynir löggiltur fasteignasali í síma
899-6753 eða arg@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.