Föstudagur 19. september
Fasteignaleitin
Skráð 28. apríl 2025
Deila eign
Deila

Aðalstræti 10

EinbýlishúsNorðurland/Akureyri-600
380.1 m2
12 Herb.
8 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
168.000.000 kr.
Fermetraverð
441.989 kr./m2
Fasteignamat
118.350.000 kr.
Brunabótamat
143.750.000 kr.
Mynd af Guðmundur Hallgrímsson
Guðmundur Hallgrímsson
Löggiltur fasteigna og skipasali
Byggt 1902
Þvottahús
Útsýni
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2144632_11
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað að hluta.
Raflagnir
Endurnýjað að hluta.
Frárennslislagnir
Endurnýjað að hluta.
Gluggar / Gler
Endurnýjaðir að hluta.
Þak
Járn endurnýjað.
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Upphitun
Hitaveita.
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Aðalstræti 10 – Berlínarhúsið
LIND Fasteignasala kynnir hið sögufræga Berlínarhús á besta stað í Innbænum á Akureyri.

Bræðurnir Sigvaldi og Jóhannes Þorsteinssynir reistu húsið sem er tvílyft timburhús á steinkjallara, árið 1902 undir verslunarrekstur.
Húsið er systurhús tveggja þekktustu húsa í Miðbæ Akureyrar, þ.e. Parísar- og Hamborgarhúsanna, og gengur undir nafninu Berlínarhúsið.
Berlínarhúsið er með fallegri eignum í þessum stíl þar sem hið gamla hefur verið varðveitt og gert upp. Einstök eign - sjón er sögu ríkari.

Heildarstærð: 380 m² á tveimur fastanúmerum
• Tvær stórar sérhæðir
• Íbúð í hluta kjallara (möguleiki á að bæta annarri svipað stórri kjallaraíbúð við)
• Seljandi íhugar skipti á minni eign í Reykjavík eða Akureyri


2. hæð:
• Forstofa: Sameiginleg með neðri hæð; stigi upp á efri hæð.
• Gólf: Pússaðar gólffjalir, kókosteppi á stiga, baðherbergi með gólfdúk.
• Stofur: Tvær bjartar stofur, samliggjandi, endurnýjaðar en haldið í upprunalegt útlit.
• Svefnherbergi: Hjónaherbergi með stórum fataskáp og gólfborðum; Innra svefnherbergi/fataherbergi; Svefnherbergi III og IV með stórum gluggum og gólfborðum.
• Gangur/hol: Upprunaleg viðarklæðning, útgangur á suðursvalir með góðu útsýni.
• Eldhús: Falleg innrétting, flísar, gashelluborð, uppþvottavél.
• Baðherbergi: Gott með sturtu, salerni og innréttingu.

1. hæð:
• Inngangur: Sérinngangur vestan megin; panelklæddir veggir, pússaðar gólffjalir. Einnig er inngangur úr sameiginlegri forstofu með efri hæð.
• Eldhús: Rúmgott, bakaraofn í vinnuhæð, helluborð, innrétting og múrsteins skorsteinn.
• Baðherbergi: Baðkar með sturtuaðstöðu, viðarinnrétting, viðarþiljur.
• Svefnherbergi: Fjögur svefnherbergi, allir með glugga, fataskápa og gólfborð.
• Stofur: Tvær samliggjandi með gólffjölum,  tvöfaldri rennihurð í frönskum stíl
(önnur stofan er í dag notuð sem svefnherbergi).

Kjallari:
• Tveggja herbergja íbúð (2020–2023, 48,4 m², gólfhiti): Stofa með stórum glugga; Eldhús með nýrri innréttingu, helluborði, innbyggðum tækjum; Svefnkrókur með kommóðum;
Flísalagt baðherbergi með upphengdu salerni og sturtu; Sameiginlegt þvottahús í vesturenda.
• Kjallari 51 m², stigi úr forstofu fyrstu hæðar: Gangur/hol, gestasnyrting með flísum og vegghengdu salerni; Svefnherbergi V með tveimur gluggum og innfelldri lýsingu;
• Þvottahús er í vesturenda kjallara.

Annað:
• Flestir gluggar og gler endurnýjaðir síðustu ár.
• Þakjárn endurnýjað 2016.
• Útmálun að mestu 2017; tvær hliðar 2024.
• Lóð: 330 m² (lítill hluti leigulóð).
• Stétt framan og sunnan með hitalögn.
• Ljósleiðari kominn í húsið, ný útihurð í kjallara, geymsla undir úti tröppum.
• Dren við norðurhlið og skolplagnir efri hæðar 2024.
• Heitur pottur við suðurhlið hússins.
Berlínarhúsið er einstök eign þar sem saga og nútími mætast. Tilvalið fyrir þá sem vilja fjölbreytta og fallega eign í hjarta Akureyrar.

Nánari upplýsingar:
Hrafnkell Lgfs / 690 8236 / hrafnkell@fastlind.is 
Arinbjörn Lgfs / 822-8574 / arinbjörn@fastlind.is

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% (fyrstu kaup), 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Lántökugjald af veðskuldabréfi mishátt milli lánastofnuna. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 74.900,
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
05/07/201930.200.000 kr.33.000.000 kr.177.4 m2186.020 kr.
22/10/200916.250.000 kr.19.000.000 kr.179.7 m2105.731 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Aðalstræti 10 - 3 íbúðir
Aðalstræti 10 - 3 íbúðir
600 Akureyri
371.4 m2
Fjölbýlishús
12310
452 þ.kr./m2
168.000.000 kr.
Skoða eignina Ásabyggð 8
Skoða eignina Ásabyggð 8
Ásabyggð 8
600 Akureyri
372.5 m2
Einbýlishús
725
463 þ.kr./m2
172.400.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin