BYR fasteignasala kynnir í einkasölu LITLABJARG, 701 Egilsstaðir. Fullbúið gistiheimili í rekstri, fimm herbergi, allt innbú fylgir með í kaupunum, útsýni.
Litlabjarg stendur í u.þ.b. 25 km fjarlægð frá Egilsstöðum, frá Egilsstöðum er ekið að Litlabjargi um Austurlandsveg nr.1 þaðan er ekið um Hlíðarveg nr. 917 að nr. 9199 Litlabjarg. Smellið hér fyrir staðsetningu.
Tækifæri í ferðamennsku, einungis 25 mín akstur til Egilsstaða og 8 klst og 14 mín akstur til Eyrarbakka.
Núverandi eigendur hafa rekið gistiheimili að Litlabjargi ásamt því að reka gistingu að Hrafnabjörgum 4, sem er staðsett örstutt frá Litlabjargi, Hrafnabjörg 4 eru sem er einnig til sölu, Sjá upplýsingar um Hrafnabjörg 4 hér.
Sjá tengil á Litlabjarg Guesthouse á booking hér: https://www.booking.com/hotel/is/hrafnabjorg4.html. Rating 8.9.
Sjá tengil á Hrafnabjörg á booking hér: https://www.booking.com/hotel/is/hrafnabjorg4.html. Rating 8.5Nánari upplýsingar hjá BYR fasteignasölu á byr@byrfasteignasala.is eða í síma 483 5800 ILitlabjarg er timburhús, byggt árið 2008, samtals 104.0 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri/forstofa og setustofa, eldhús, fimm herbergi, tvö baðherbergi, gangur, Móttaka/eldhús. Eldra útihús.
Nánari lýsing: Anddyri/forstofa og setustofa, flísar á gólfi, þaðan liggur gangur að öðrum rýmum.
Eldhús, Brúnás innrétting, helluborð, vifta og ofn, uppþvottavél og ísskápur, borðkrókur, flísar á gólfi.
Fimm herbergi, öll með harðparketi á gólfi.
Herbergi I, fjögurra manna herbergi, þaðan er útgengt út á litla timburverönd.
Herbergi II, þriggja mann herbergi,
Herbergi III, IV og V, eru tveggja manna herbergi.
Gangur með flísum á gólfi.
Baðherbergi I, vínylflísar á gólfi, vaskinnrétting, salerni og sturtuklefi, handklæðaofn og gluggi.
Baðherbergi II, vínylflísar á gólfi, vaskinnrétting, salerni og baðkar með sturtuaðstöðu.
Móttaka/eldhús, flísar á gólfi, er staðsett á verönd með sérinngang, u.þ.b 9 m² að stærð (óskráð).Vinnuborð með stálvask og helluborði, hefur verið nýtt til að útbúa morgunmat fyrir gesti, afgreiðslulúga.
Húsið er timburhús byggt árið 2008 klætt að utan með bárujárni, járn á þaki, timburgluggar og hurðar.
Yfirbyggð timburverönd, sólskáli er við húsið, þar er morgunverðaraðstaða, lóð er gróin. Malarstæði er við húsið.
Eldra útihús (ekki skráð) stendur ofan við húsið, húsið er óeinangrað og klætt að utan með bárujárni. Húsið hefur verið nýtt sem þvottahús að hluta til og geymsla.
Lóðin er 3000.0 m² leigulóð, lóðarleigusamningur til 99 ára frá 28. apríl 2008.
Skráning eignarinnar hjá HMS:
Fastanúmer 231-5002.Stærð: Einbýli 104.0 m².
Brunabótamat: 53.850.000 kr.
Fasteignamat: 30.700.000 kr.
Byggingarár: 2008.
Byggingarefni: Timbur.