Sunnudagur 31. ágúst
Fasteignaleitin
Skráð 29. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Holtsvegur 25 Þakíbúð

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Garðabær-210
181.8 m2
5 Herb.
3 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
189.900.000 kr.
Fermetraverð
1.044.554 kr./m2
Fasteignamat
138.000.000 kr.
Brunabótamat
109.600.000 kr.
KA
Kristín Avon
Aðstoðarmaður fasteignasala
Eignir í sölu
Byggt 2014
Lyfta
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2349539
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer íbúðar
10501
Vatnslagnir
Upphaflegar
Raflagnir
Upphaflegar
Svalir
1
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging

Miklaborg kynnir í einkasölu glæsilega "penthouseíbúð'' við Holtsveg 25 í Urriðaholti í Garðabæ. Um er að ræða 181,8 fermetra 5 herbergja íbúð á efstu hæð með gluggum í allar áttir og er þetta eina íbúðin á hæðinni. Eignin samanstendur m.a. af glæsilegu alrými með stofu og eldhúsi, þremur svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum, þvottaherbergi, rúmgóðri forstofu og tvö bílastæði í lokuðum bílakjallara. Rut Káradóttir innanhúsarkítekt hannaði lýsingu íbúðarinnar.

Lýsing eignar:
Lyfta opnast beint inn í íbúðina. Tvennar svalir, aðrar um 30 fermetrar að stærð með viðarklæddu gólfi, heitum potti og glerhandriði á stálprófílum og hinar um 40 fermetrar að stærð einnig með viðarklæddu gólfi og glerhandiriði á stálprófílum. Tvö sér bílastæði í lokuðum bílakjallara fylgja eigninni og sérgeymsla á jarðhæð er 12,8 fermetrar að stærð. Innréttingar eru frá HTH, gólfefni eru öll frá Birgisson og eldhús- og baðtæki eru vandaðrar gerðar, innihurðir frá Birgisson eru í yfirhæð og lofthæð íbúðarinnar er yfir 3,0 metrar.  Gólfsíðir gluggar eru á stórum hluta íbúðarinnar, tvennar stórar svalir, þar af aðrar með heitum potti og útsýni frá eigninni er algjörlega einstakt.


Forstofa: mjög rúmgóð, björt og flísalögð með miklum gluggum, frábæru útsýni og útgengi á um 30 fermetra þaksvalir með heitum potti og glerhandriði á stálfprófílum.  Frá svölum nýtur einstaks útsýnis til norðurs, vesturs og suðurs.
Hol: flísalagt.
Þvottaherbergi: flísalagt og með góðum innréttingum. 
Stofa: parketlögð og björt með gólfsíðum gluggum, einstöku útsýni yfir Urriðakotsvatn, að Reykjanesi, Snæfellsjökli og víðar. Úr stofu er útgengi á um 40,0 fermetra svalir til suðurs, vesturs og norðurs sem eru með þaki yfir að hluta, glerhandriði á stálprófílum og frábæru útsýni.
Eldhús: opið við stofu, parketlagt og með gluggum. Hvítar sprautulakkaðar HTH innréttingar með graníti á borðum, miklu skápaplássi, tveimur AEG ofnum, innbyggðri uppþvottavél og tvöföldum ísskáp með klakavél. Eyja með graníti á borði, spanhelluborði. Borðaðstaða er við eyju.
Gangur: parketlagður.
Baðherbergi I: stórt og með tveimur gluggum, flísalagt gólf og veggir, innrétting með graníti á borði, vegghengt wc og flísalögð sturta með sturtugleri. 
Barnaherbergi I: parketlagt og með fataskápum.
Barnaherbergi II: parketlagt með gluggum í tvær áttir og fataskápar.
Hjónasvíta samanstendur af:
Hjónaherbergi: stóru, parketlögðu með útgengi á stórar svalir til suðurs, vesturs og norðurs og með gluggum í tvær áttir. 
Fataherbergi: parketlagt, gluggi og miklar innréttingar.
Baðherbergi II: með glugga, flísalagt gólf og veggir, innrétting með graníti á borði, vegghengt wc og flísalögð sturta með sturtugleri. 

Á jarðhæð hússins eru:
Tvö sér bílastæði í lokaðri og upphitaðri bílageymslu.  Rafhleðslustöð uppsett í öðru stæðinu og búið að leggja að hinu.
Sérgeymsla: 12,8 fermetrar að stærð, fremst á geymslugangi og með miklum hillum.
Sameiginleg hjólageymsla er á jarðhæðinni.


Staðsetningin er góð þar sem stutt er í Urriðaholtsskóla, sem er leik- og grunnskóli og leikskólann Urriðaból við göngufæri, ásamt verslun og veitingastaði. Að auki er stutt í útivistarperlur, golfvelli og frábærar göngu og hlaupaleiðir. 


Bókið einkaskoðun hjá:

Kristín Avon Gunnarsdóttir aðst. f.sala í síma 772-2959 eða kristinavon@miklaborg.is

Friðjón Örn Magnússon löggiltur fasteignasasali 692-2704 eða fridjon@miklaborg.is

DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
17/09/2024128.250.000 kr.165.000.000 kr.181.8 m2907.590 kr.
30/03/202190.700.000 kr.3.500.000 kr.257 m213.618 kr.Nei
10/10/201626.700.000 kr.69.900.000 kr.181.8 m2384.488 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Vetrarbraut 2 - íbúð 304
Bílastæði
Vetrarbraut 2 - íbúð 304
210 Garðabær
172.3 m2
Fjölbýlishús
413
1015 þ.kr./m2
174.900.000 kr.
Skoða eignina Tjarnarflöt 9
Bílskúr
Skoða eignina Tjarnarflöt 9
Tjarnarflöt 9
210 Garðabær
195.3 m2
Einbýlishús
624
968 þ.kr./m2
189.000.000 kr.
Skoða eignina Vetrarbraut 2-4 íb304
Bílskúr
Bílastæði
Vetrarbraut 2-4 íb304
210 Garðabær
172.3 m2
Fjölbýlishús
423
1015 þ.kr./m2
174.900.000 kr.
Skoða eignina Brúarflöt 7
Bílskúr
Skoða eignina Brúarflöt 7
Brúarflöt 7
210 Garðabær
207 m2
Einbýlishús
614
918 þ.kr./m2
190.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin