ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu eignina: Berjarimi 2, 112 Reykjavík er hugguleg og vel skipulögð 3 herbergja íbúð á 2. hæð með sérmerktu bílastæði í lokaðri bílageymslu í góðu fjólbýlishúsi í Rimahverfinu í Grafarvogi. Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús innan íbúðar, ásamt sérgeymsu í sameign og sérmerktu bílastæði í bílakjallara.
Eignin getur verið laus fljótlega eftir kaupsamningEignin er skráð alls 112,9 ferm. skv. fasteignaskrá HMS, þar af er stæði í bílageymslu 28 ferm. Nánari lýsing eignar:Komið er í
forstofu með fataskáp og flísum gólfi.
Eldhús er á vinstri hönd frá forstofu með skemmtilegri innréttingu með efri og neðri skápum, flísum milli skápa og tengi fyrir þvottavel. Eldhúskrókur er á milli eldhússins og stofunnar.
Stofa og eldhús mynda stórt alrými með björtum gluggum sem voru endurnýjaðir 2024, parket á gólfi og útgang út á suð/vestur svalir.
Baðherbergi er með snyrtilegri vask innréttingu, baðkar, sturta og flísar á gólfi.
Svefnherbergin eru tvö, annað herbergið hefur verið breyt í sjónvarpsherbergi og
hjónaherbergið er með þreföldum fataskáp, rúmgott og parket á gólfi.
Þvottaherbergi er innan íbúðar. Þá er
sér geymsla í sameign og
stæði í lokaðari bílageymslu. Sameign: Anddyri með póstkössum og dyrasíma frá 2021, flísar á gólfi. Stigahús með teppi.
Hjóla- og vagnageymsla er í sameign, þaðan er útgengt út í bakgarð. Sorpgeymsla er í lokuðu rými við anddyri.
Hleðslustaur í eign húsfélagsins Berjarima 2-8 er við bílastæði framan við húsið.
Sameiginleg dekkjageymsla er í húsinu.
Lóðin: Snyrtileg og vel hirt lóð í sameign. Stórt og mikið bílastæði framan við hús. Hleðslustaur í eign húsfélagsins Berjarima 2-8 er við bílastæði framan við húsið.
Fjölskylduvæn eign á frábærum stað í Grafarvogi þar sem stutt er í leik- og grunnskóla, menntaskóla og alla helstu verslun og þjónustu
Nánari upplýsingar veitir/veita:
Ásgeir Þór Ásgeirsson Viðskiptalögfræðingur - Löggiltur fasteignasali, í síma 7720102, tölvupóstur asgeir@allt.is. ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Kostnaður kaupanda:1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 3.800.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.