BYR fasteignasala kynnir í einkasölu EINBÚABLÁ 23, 700 Egilsstaðir. Fjögurra herbergja einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr.
Vinsæl staðsetning á Egilsstöðum, stutt í alla almenna þjónustu s.s leikskóla. Smellið hér fyrir staðsetningu. Húsið er timburhús, byggt árið 2001. Húsið skiptist í íbúð 111.3 m² og bílskúr 27.9 m², samtals 139.2 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri, eldhús, stofa og borðstofa, þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, hol, þvottahús og geymsla, bílskúr með millilofti. Útigeymsla.
Nánari lýsing: Anddyri, sexfaldur fataskápur.
Innan við anddyri er
hol sem liggur að öðrum rýmum eignarinnar.
Eldhús, Brúnás innrétting, AEG tæki, spanhelluborð, ofn og örbylgjuofn í vinnuhæð, innbyggð uppþvottavél, gert er ráð fyrir ísskáp í innréttingu (getur mögulega fylgt).
Stofa og borðstofa, útgengt er út á steypta verönd til suðurs.
Hjónaherbergi, fjórfaldur fataskápur.
Tvö barnaherbergi, bæði með fataskáp.
Tvö baðherbergi.
Baðherbergi I, flísalagt í hólf og gólf, hornbaðkar (nudd virkar ekki), Brúnás innrétting, salerni og handklæðaofn, gluggi, gólfhiti.
Baðherbergi II, er innaf þvottahúsi, flísalagt í hólf og gólf, sturta, handlaug og salerni, gluggi, gólfhiti.
Þvottahús og geymsla, innangengt er úr eldhúsi í þvottahúsi. Útgengt er út á steypta verönd frá þvottahúsi, innangengt er í bílskúr frá þvottahúsi.
Bílskúr, milliloft er yfir bílskúr að hluta, handlaug, hitaveitugrind, gólfhitakista og greinatafla eru í bílskúr.
Rafdrifin opnun er á bílskúrshurð, tvær fjarstýringar fylgja. Gönguhurð er úr bílskúr.
Geymsluskúr er við bílskúr (norður).
Rafmagnstafla er í anddyri, greinatafla er í anddyri og bílskúr.
Gólfefni: Parket er á stofu og borðstofu, holi og eldhúsi. Plast parket á svefnherbergjum. Flísar eru á anddyri, baðherbergjum, þvottahúsi og bílskúr.
Gólfhiti er í baðherbergjum og anddyri. Upptekin loft eru allstaðar nema í bílskúr.
Gluggar upprunalegir en hafa verið málaðir reglulega. Hita og neyslulagnir úr plasti. Raflagnir eru hefðbundnar strenglagnir.
Húsið er timburhús á einni hæð klætt að utan með Canexel klæðningu, járn á þaki. Timbur gluggar og hurðar.
Malarplan er fyrir framan hús pláss fyrir tvær bifreiðar, hellulagt er að inngangi hússins og meðfram hlið að steyptri verönd (suður) með skjólveggjum.
Geymsluskúr er við enda hússins. Opið svæði er aftan við húsið.
Lóðin er 676.0 m² leigulóð frá Múlaþing.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer er 225-1663.Stærð: Einbýli 139.2 m².
Brunabótamat: 62.350.000 kr.
Fasteignamat: 66.800.000 kr.
Byggingaár: 2001.
Byggingarefni: Timbur.