Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Mjög falleg og vel skipulögð, 113,8 m2, 4ra herberja endaíbúð með glæsilegu útsýni á 3. hæð, ásamt bílstæði í bílageymslu í lyftuhúsi við Gerplustræti 17. Frábær staðsetning rétt við Helgafellsskóla. Stutt í fallegar gönguleiðir.
Íbúðin skiptist í þrjú svefnherbergi, forstofu, baðherbergi, eldhús, stofu og borðstofu. Sérgeymsla í kjallara og bílstæði í bílageymslu. Rúmgóðar svalir með svalalokun. Fallegar innréttingar og gólfefni. Gott skipulag.Eignin er skráð 113,8 m2, þar af íbúð 102,3 m2 og geymsla 11,5 m2. Bílastæði í bílageymslu merkt B11 fylgir eigninni. Búið er að leggja rafmagn í öll stæði í bílakjallara með álagsstýringu til að hlaða bíla í bílageymslunni. Smelltu hér til að fá söluyfirlit sentNánari lýsing:Forstofa með góðum fataskápum og parketi á gólfi.
Svefnherbergi nr. 1 (Hjónaherbergi) er með parketi og góðum fataskápum.
Svefnherbergi nr. 2 er með fataskápum og parketi á gólfi
Svefnherbergi nr. 3 er með fataskápum og parketi á gólfi
Baðherbergi flísalagt með sturtuklefa, handklæðaofni, vönduð innrétting og innrétting fyrir þvottavél og þurrkara.
Eldhús mjög rúmgott með vandaðri innréttingu sem nær til lofts og stórum glugga. Í innréttingu er innbyggð uppþvottavél, innbyggður ísskápur, ofn, helluborð og háfur. Opið er á milli eldhúss og stofu.
Stofa og borðstofa innaf eldhúsi með gluggum á tvær hliðar með glæsilegu útsýni, sem gerir rýmið mjög bjart og skemmtilegt. Úr stofu er gengið út á rúmgóðar svalir til suðurs með svalalokun og glæsilegu útsýni.
Geymsla er rúmgóð með hillum í kjallara hússins.
Bílastæði í bílageymslu með aðgengi frá stigahúsi. Sérmerkt stæði fylgir íbúðinni.
Stigahúsið er snyrtilegt og vandað með góðum flísum í anddyri og kjallara en teppi á stigahúsi.
Utanhúss er fasteignin álklædd vandaðri klæðningu og því viðhaldslítil. Snjóbræðsla er undir gönguleiðum.
Verð kr. 92.900.000,-