Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallegt, bjart og mikið endurnýjað 313,2 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum með 3ja herbergja aukaíbúð í kjallara hússins og möguleika á að gera aðra aukaíbúð í kjallara.
Eignin stendur á 1.478,0 fermetra eignarlóð á skjólsælum, rólegum og eftirsóttum stað á sunnanverðu Arnarnesinu.
Eignin er skráð þannig í Fasteignaskrá að efri hæð er 238,0 fermetrar að stærð auk 24,8 fermetra bílskúrs. Neðri hæð er skráð 50,0 fermetrar að stærð, en er í raun um 100,0 fermetrar auk um 50,0 fermetra óuppfyllts rýmis sem hægt væri að innrétta.
Eignin er því í raun um 365,0 fermetrar að stærð.
Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á sl. 7 árum sbr. upptalningu hér að neðan:
- Húsið að utan múrviðgert og málað, skipt um allt gler í húsinu og stóran hluta af gluggum.
- Þakjárn, þakpappi, þakrennur, niðurföll og þakkantur með innbyggðri lýsingu.
- Neysluvatnslagnir (kalt vatn) endurnýjaðar
- Rafmagnstafla og tenglar endurnýjað
- Klóaklagnir fóðraðar út í brunn
- Gólfefni, baðherbergi og eldhús í báðum íbúðum hússins endurnýjuð
- Gólfhitalagnir lagðar í hluta hússins, m.a. öll votrými.
- Loft tekin niður að hluta í húsinu og sett innfelld led lýsing í loft
Lýsing eignar:
Forstofa, flísalögð og með fataskápum.
Hol, stórt, parketlagt.
Svefngangur, parketlagður.
Þvottaherbergi, stórt með glugga, flísalagt, góð innrétting með vaski og vinnuborði, handklæðaofn og útgengi á lóð.
Barnaherbergi I, parketlagt og rúmgott með fataskápum.
Baðherbergi, stórt og með glugga, flísalagt gólf og veggir, vegghengt wc, innrétting, handklæðaofn, baðkar með flísalögn í kring og flísalögð sturta með sturtugleri.
Barnaherbergi II, mjög stórt (á teikningum tvö herbergi), parketlagt og með fataskápum.
Hjónaherbergi, stórt, parketlagt og með miklum fataskápum.
Baðherbergi, innaf hjónaherbergi er flísalagt í gólf og veggi, innrétting, vegghengt wc, handklæðaofn og flísalögð sturta með sturtugleri.
Sjónvarpshol, innaf holi, parketlagt og rúmgott.
Barnaherbergi III, innaf holi er parketlagt og rúmgott með fataskápum.
Eldhús, parketlagt, bjart og mjög rúmgott með stórri borðaðstöðu og útgengi á baklóð hússins. Falleg hvít eldhúsinnrétting með innbyggðri uppþvottavél og innbyggðum ísskáp með frysti.
Samliggjandi stofur, mjög stórar og bjartar, parketlagðar og með aukinni lofthæð.
Bílskúr, er með rafmagni, hita, rennandi vatni og mótor á bílskúrshurð.
Neðri hæð hússins, sem áður var innangengt í, er innréttuð sem 3ja herbergja íbúð og er með sérinngangi frá baklóð hússins.
Lýsing neðri hæðar:
Forstofa, flísalögð og rúmgóð með fatahengi.
Geymsla, parketlögð og rúmgóð með hillum.
Eldhús, parketlagt og með fallegri nýlegri hvítri innréttingu með tengi fyrir uppþvottavél.
Stofa, parketlögð og björt.
Hjónaherbergi, parketlagt og stórt með fataskápum.
Barnaherbergi, parketlagt og með fataskápum.
Baðherbergi, flísalagt gólf og veggir, vegghengt wc., innrétting, handklæðaofn og físalögð sturta með sturtugleri.
Þvottaherbergi, lakkað gólf.
Innaf þvottaherbergi er um 50 fermetra rými sem hægt væri að innrétta og gera aðra aukaíbúð í húsinu.
Húsið að utan, er nýlega viðgert og málað auk þess sem þakjárn, þakpappi, þakrennur, niðurföll og þakkantur hafa verið endurnýjuð. Allt gler í húsinu er nýlegt og stór hluti af gluggum hefur einnig verið endurnýjaður.
Lóðin, sem er 1.478,0 fermetrar að stærð, er eignarlóð og er fullfrágengin. Stór steypt innkeyrsla, hellulagðar stéttir og verönd eru á framlóð auk tyrfðrar flatar og trjárgróðurs. Baklóðin er tyrfð og með trjágróðri.
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á eftirsóttum, rólegum og skjólsælum stað á sunnanverðu Arnarnesinu.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is