Fasteignasalan TORG kynnir: Fallegt, vel skipulagt og vandað, afar vel staðsett einbýlishús við Fjallakór í Kópavogi. Eignin í heild er skráð 293,7 fm, þar af er bílskúrinn og geymslur 92,4 fm. Eignin skiptist í anddyri, bílskúr sem innangengt er í úr anddyri, eldhús, búr, stofu og borðstofu, 5 svefnherbergi, 2 baðherbergi, þvottahús og opið sjónvarpsrými. Glæsilegur garður með vönduðum sólpöllum og heitum potti.
Nánari upplýsingar veitir Elfa Björk, löggiltur fasteignasali, s: 692-0215 og elfa@fstorg.isForstofa: Flísar á gólfi og fataskápar.
Baðherbergi: Snyrtilegt baðherbergi með sturtu, vandaðri innréttingu, handklæðaofni, handlaug og upphengdu salerni. Flísar á gólfi.
Stofa: Rúmgóð og björt stofa og borðstofa. Fallegt útsýni og góðir gluggar, parket á gólfi. Útgengt úr stofu út á glæsilegan sólpall sem liggur vel á móti sólu.
Eldhús: Falleg, sérsmíðuð innrétting með mjög góðu skápaplássi, vönduð eldhústæki, granítsteinn á borðum. Gott pláss fyrir eldhúsborð. Flísar á gólfi.
Búr: Innaf eldhúsi er innangengt í búr þar sem er vönduð innrétting, frystiskápur og góð vinnuaðstaða.
Garður: Garðurinn er gróinn og vel við haldinn. Lóðin er glæsileg; rúmgóðir, vel staðsettir og vandaðir sólpallar byggðir 2018 og heitur pottur. Geymsluskúr í garðinum.
Bílskúr: Innangengt frá forstofu í snyrtilegan, mjög rúmgóðan bílskúr, 10 fm geymslu og 7 fm inntaksrými, og því ýmsir möguleikar á nýtingu. Fyrir framan bílskúrinn og húsið er stórt hellulagt plan með hitalögn og tengingum fyrir hleðslustöðvar, glæsileg aðkoma er að húsinu.
Efri hæð:
Fimm rúmgóð svefnherbergi með góðum fataskápum sem ná upp í loft. Parket á gólfi. Útgengt út á rúmgóðar svalir með glæsilegu útsýni.
Baðherbergið er rúmgott og snyrtilegt með vandaðri innréttingu, vaski og borði. Nýleg sturta, upphengt salerni og handklæðaofn. Gluggi með opnanlegu fagi.
Þvottahúsið er afar snyrtilegt með vandaðri innréttingu, vaski og borði. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Húsið hefur fengið gott viðhald og er því vel við haldið. Nýlega var húsið allt klætt að utan með vandaðri álklæðningu og er því viðhaldslétt. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar og vandaðar. Gólfefni eru eikarparket og flísar. Eignin einstaklega fallega hönnuð, tímalaus bæði að utan sem innan.
Gólfhita og lýsingu stýrt með KNX hússtjórnarkerfi. Í aðalrýmum hússins er einnig Helios loftskiptakerfi sem tryggir góð loftgæði. Aukin lofthæð, innfelld lýsing og allur frágangur til fyrirmyndar.
Áætlað fasteignamat næsta árs er kr. 200.450.000Frábær staðsetning á vinsælum stað í Kópavogi. Afar stutt í skóla, leikskóla, leiksvæði og alla helstu þjónustu.
Nánari upplýsingar veitir Elfa Björk, löggiltur fasteignasali, s: 692-0215 og elfa@fstorg.isGjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald kr. 2.500.- kr. af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. samningi.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.