Sunnudagur 31. ágúst
Fasteignaleitin
Skráð 26. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Birkigrund 12

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-200
231.8 m2
8 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
149.900.000 kr.
Fermetraverð
646.678 kr./m2
Fasteignamat
126.350.000 kr.
Brunabótamat
111.600.000 kr.
Mynd af Kristján Gíslason
Kristján Gíslason
Löggiltur fasteigna- og skipasali
Byggt 1977
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2058872
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
Endurnýjaðar að miklu leiti 2014
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Gler endurnýjað á suðurhlilð
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Suður svalir
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gimli fasteignasala kynnir Birkigrund 12, sem er fallegt og vel staðsett þriggja hæða raðhús, Kópavogsmegin í Fossvoginum. Húsið er 231,8 fm að meðtöldum 26,6 fm bílskúr. Að auki er óskráð rými/herbergi í risi, sem er 25 fm að grunnfleti. Í húsinu eru í dag 5 rúmgóð svefnherbergi, eldhús, stofa og borðstofa, tvö baðherbergi með sturtu, gestasalerni, þvottahús, sauna, stór geymsla og risloft. Fallegur suður-garður með 48 fm timburverönd.
Eignin Birkigrund 12 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 205-8872, birt stærð 231.8 fm. Nánar tiltekið eign merkt 01-01, ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Bókið skoðun hjá Kristján Gíslason  í síma 691-4252, eða kristjan@gimli.is

NÁNARI LÝSING:
1.Hæð: Aðalinngangur hússins er á fyrstu hæð. Komið er inn í anddyri með gestasalerni á vinstri hönd og þvottahúsi innaf því. Stór fataskápur með lýsingu. Búið er að opna eldhúsið inn í borðstofuna og stofu og myndar það fallegt alrými, með stórum gluggum og svalahurð, þaðan sem gengt er út á timburverönd og garð, fyrir sunnan húsið. Eldhúsið er með hvítri innréttingu, sem nær upp í loft. Dökk borðplata og mikið vinnupláss. Dökkar flísar á gólfum eldhúss, anddyris, gestasalernis og þvottahúss en ljósar á stofugólfi. Fallegur parketlagður steyptur stigi er niður í kjallarann og upp á 2. hæðina.
2.Hæð: Fjögur rúmgóð svefnherbergi með góðum fataskápum. Eikarparket er á herbergjum og holi. Baðherbergið er flísalagt, sturta, vegghengt salerni, handklæðaofn og tvöfaldur vaskur með skúffuinnréttingu undir og spegli fyrir ofan.
Risloft: Hringstigi liggur frá 2.hæð upp í óskráð rými í risi, sem er með 25 fm gólfflöt. Opnanlegir þakgluggar og getur rýmið nýst sem svefn- eða sjónvarpsherbergi. Viðarpanell á veggjum og lofti, harðparket á gólfi
Kjallari: Sérinngangur er í kjallarann en þar er svefnherbergi (skráð sem geymsla), stofa/alrými og sauna. Auk þess er þar baðherbergi með sturtu, salerni, vask og lítilli innréttingu. Þá er í kjallara u.þ.b. 23 fm gluggalaus geymsla, með útloftun. Hægt væri að útbúa íbúð í kjallaranum og hefur það verið gert í nokkrum eins húsum í götunni.
Bílskúr: Er 26,6 fm og stendur andspænis húsinu innar í götunni. Nýlegt þak, rafmagnsopnun á nýlegri bílskúrshurð, gluggar á gafli, heitt og kalt vatn.
Garður: Er fyrir sunnan húsið. Falleg 48 fm viðar verönd næst húsinu og grasflöt utar.

Falleg eign í Fossvoginum. Stutt í skóla og alla almenna þjónustu.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SJÁ MYNDBAND AF EIGNINNI

Niðurlag:
Nánari upplýsingar veitir: Kristján Gíslason Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 691-4252, tölvupóstur kristjan@gimli.is eða gimli@gimli.is

Gimli fasteignasala leggur áherslu á traust, áreiðanleika og góða þjónustu.

Það er okkar trú að það skipti öllu máli í fasteignaviðskiptum að viðskiptavinurinn fái trausta og góða þjónustu. Við hjá Gimli höfum stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti í meira en fjóra áratugi. Hjá okkur starfa sérhæfðir og reyndir fasteignasalar sem sinna stórum sem smáum verkefnum af nákvæmni og þekkingu sem skilar árangri.

Hvar erum við?
Gimli Fasteignasala er staðsett á jarðhæð í Skipholti 35 í Reykjavík en einnig rekum við söluskrifstofu að Eyrarvegi 29. 2 hæð á Selfossi.

Við höfum opið frá 10-15 mánudaga til föstudaga. Sláðu á þráðinn eða líttu við hjá okkur í Skipholtinu næst þegar þú átt leið hjá. Við erum alltaf með heitt á könnunni. sími: 570 4800, tölvupóstur: gimli@gimli.is

Gimli gerir betur...
Heimasíða Gimli fasteignasölu

Gimli á Facebook

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Teikningar sem fylgja lýsingu eignarinnar og myndum eru til viðmiðunar og ekki alltaf í samræmi við samþykktar teikningar af eigninni.
Myndir í auglýsingu eru í einkaeigu og er notkun þeirra með öllu óheimil án formlegs leyfis fasteignasala
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1982
26.6 m2
Fasteignanúmer
2058872
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
10.150.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Álfaheiði 12
Skoða eignina Álfaheiði 12
Álfaheiði 12
200 Kópavogur
185 m2
Einbýlishús
524
821 þ.kr./m2
151.900.000 kr.
Skoða eignina Huldubraut 3
Bílskúr
Opið hús:02. sept. kl 15:30-16:15
Skoða eignina Huldubraut 3
Huldubraut 3
200 Kópavogur
190.9 m2
Hæð
614
732 þ.kr./m2
139.700.000 kr.
Skoða eignina Litlavör 3
Opið hús:01. sept. kl 17:00-17:30
Skoða eignina Litlavör 3
Litlavör 3
200 Kópavogur
180.2 m2
Parhús
514
819 þ.kr./m2
147.500.000 kr.
Skoða eignina Kársnesbraut 103
Bílskúr
Kársnesbraut 103
200 Kópavogur
186 m2
Einbýlishús
624
806 þ.kr./m2
149.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin