101 Reykjavík Fasteignasala kynnir í einkasölu. Einkar vel staðsetta snyrtilega tveggja herberja íbúð á 1.hæð í Hlíðunum með auka herbergi í risi með aðgengi að salerni. Nýlegt baðherbergi, eldhús og gólfefni ásamt gluggum í íbúð. Klambratún Öskjuhlíð, miðbær, Kringlan og öll helsta þjónusta og afþreying í göngufæri.
Góð fyrstu kaup.
Komið er inn í snyrtilegan sameiginlegan teppalagðan stigagang. Teppi á gangi nýlega endurnýjuð.
Forstofa/miðrými flísalagt gólf og fatahengi.
Eldhús er opið nýlega innréttað með efri og neðri skápum og skúffum, ofn, helluborð og vifta. Borð upphengt við vegg sem hægt er að leggja niður. Gluggi í eldhúsi snýr í suður með útsýni að garði og nærumhverfi.
Stofa björt nýlega parketlögð með harðparketi og með gluggum er vísa að garði og nærumhverfi.
Svefnherbergi parketlagt og með opnum fataskáp. Gluggi í svefnherbergi snýr í austur.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, upphengt salerni, handklæðaofn, innangengt í flísalagða sturtu. Baðinnrétting með skúffum og handlaug á borði. Spegill með innbyggðri lýsingu fyrir ofan.
Gluggi á baði gefur skemmtilegan karakter á baðherbergið.
Aukaherbergi 6,7 fm (er undir súð og því gólfflötur stærri)
í risi fylgir eign. Bjart og með dúk á gólfi. Útsýni er til suðurs frá nýlegum kvistglugga. Aðgengi er að salerni ásamt handlaug á hæðinni. Herbergi er í útleigu í dag.
Geymsla 5,9 fm sér í kjallara.
Sameiginlegt
þvottahús.Sameiginlegur
suðurgarður.
Baðherbergi endurnýjað 2019.
Parket í stofu og svefnherbergi endurnýjað 2019.
Gluggar endurnýjaðir í íbúð 2022-2023.
Skólplögn íbúða innan húss hefur verið endurnýjuð að hluta ásamt hluta af frárennslislögnum. Góð eign vel staðsett í Hlíðunum þaðan sem stutt er í allar áttir.
Sjón er sögu ríkari.Allar upplýsingar veita: Björg Kristín Sigþórsdóttir s.771-5501 bjorgkristin@101.is og Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. s.820-8101 kristin@101.is
Bókið skoðun á bjorgkristin@101.is eða í síma 771-5501. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
1. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.700,-
2. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 77.900,- með vsk.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv.