Guðrún Antonsdóttir fasteignasali kynnir Einstaklega vandað og vel viðhaldið parhús, endahús í botlanga, sem var allt endurnýjað að innan árið 2019, þar sem ekkert var til sparað. Eignin er mjög vel skipulögð á tveimur hæðum. Fjögur svefnherbergi. Sér smíðaður stigi sem hleypur inn góðu birtuflæði. Sér smíðaður arinn prýðir stofuna, mynd af honum prýddi forsíðu Húss og híbýlis. Húsið og garðurinn hlaut viðurkenningu frá Kópavogsbæ fyrir góðan frágang.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðrún Antonsdóttir fasteignasali gsm 621-2020 eða gudrun@fastlind.isEignin var öll upp gerð að innan árið 2019 þar sem skipt var um allar innréttingar, skápa, hurðir, gólfefni, loft, eldhús og bæði baðherbergi endurnýjuð í hólf og gólf.
Í eldhúsi voru öll raftæki endurnýjuð, eldhúsinnrétting og blöndunartæki. Vandað var til verks með gæða flísum ásamt granít steini frá S. Helgason á eldhúsi og baðherberjum.
Golfhiti er í öllu húsinu.
Þakið var endurnýjað 2021Nánari lýsingForstofa með rúmgóðum yfirhafnaskáp.
Eldhúsið er með fallegum innréttingum frá Fríform úr ljósum við og hvítum efri skápum, borðplata úr Granít, borðplatan nær lengra en eldhúsbekkur og því hægt að sitja við eyjuna. Span helluborð frá Bora með innbyggðri viftu, bakaraofn frá Miele í vinnuhæð og innbyggð uppþvottavél einnig frá Miele. Gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp.
Stofurnar eru mjög rúmgóðar og samliggjandi. Stofa, borðstofa. Í stofunni er arinn sem er sér smíðaður og því einn sinnar tegundar, eldstæðið er frá Funi ehf.
Frá stofu/ borðstofu er stór rennihurð, frá Glerborg, út í garð, gluggar eru á öllum þeim vegg sem snýr út í garð og ná niður í gólf.
Gestasnyrting er milli stofu og eldhúss. Upphengt salerni, létt innrétting er undir handlaug. Flísar eru á gólfi og einum vegg ásamt granít steini á borðplötu.
Efri hæð, stiginn upp á efri hæð er sér smíðaður. Nýtt handrið með gleri og sömu gólfefni og eru á öllu húsinu.
Svefnherbergin eru fjögur, öll rúmgóð. Í dag er eitt þeirra notað sem sjónvarpsherbergi og annað sem fataherbergi. Hjónaherbergið er mjög rúmgott.
Baðherbergið er glæsilegt. Allt endurnýjað. Veggir og gólf eru flísalögð. Salerni er upphengt, walk in sturta með gleri og skápur er undir og við handlaug ásamt granít steini á borðplötu. Opnanlegur gluggi og gólfhiti.
Þvottahús er með flísum á gólfi, innrétting sem nær vegg í vegg með góðu borðplássi, innbyggt strauborð í innréttingu. Þvottavél í vinnuhæð og opnanlegur gluggi.
Bílskúr er skráður 23,5fm, epoxy er á gólfi og gott niðurfall. Heitt og kalt vatn og sjálfvirkur hurðaopnari á bílskúrshurð sem var keypt ný 2021.
Geymsla er innan bílskúrs.
Garðskáli er sér út í garði, skráður 13fm, byggður í sexkant með gluggum allan hringin. Rafmagn og kamína.
Garðinum hefur verið sinnt mjög vel og er einstaklega fallegur og skjólgóður. Heitur harðskelspottur frá Trefjar ehf. og tveir gosbrunnar sem eru algjört listaverk.
Birkitré, Blátoppur, Reynitré og fleiri fjölær blóm. Pallar úr harðvið og hellur.
Parket flísar eru á öllu húsinu sem flæðir milli rýma þröskuldslaust ásamt gólfhita.
Niðurlag: Þetta er virkilega fallegt hús sem er búið að nostrað við og ber af hversu vel öllu hefur verið við haldið frá upphafi. Gatan hefur einnig fengið umhverfisviðurkenningu frá Kópavogsbæ.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðrún Antonsdóttir fasteignasali gsm 621-2020 eða gudrun@fastlind.is