Mjög glæsilegt hús í einni fegurstu náttúrperlu Norðurlands, Svarfaðardal með útsýni sem ekki býðst á hverjum degi!
Hofsárkot Svarfaðardal:
Íbúðarhúsið 216m2 (fnr. 215-5761), vélageymsla skráð 105m2, útihús skráð 108m2 ásamt landi sem þessu tilheyrir um 25.000m2, íbúðarhúsalóð fnr. 233-8647, 1.098m2 að stærð.
Einbýlishús:
Efri hæð skiptist í forstofu, eldhús/borðstofu, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, búr og snyrtingu. Á neðri hæð eru tvö svefnherbergi, eldhús þvottahús og bað.
Búið er að steypa upp viðbyggingu vestan við húsið þar sem m.a. er gert ráð fyrir rúmgóðu herbergi baðherbergi, stofu, sérinngangi og heitum potti.
Á gólfum á efri hæð eru ljósar flísar á forstofu og snyrtingu inn af henni, eldhúsi, baðherbergi efri hæðar. Allar innréttingar eru úr spónlagðri eik og liggur spónninn samfelldur milli skápa. Á borðum eru gráar borðplötur, eyja á gólfi þar sem helluborð og háfur eru, burstað stál, stór amerískur ísskápur fylgir. Búr er inn af eldhúsi.
Stofa, borðstofa er mjög rúmgott rými, ljósar flísar á gólfi, stórir gluggar og tilkomumikið útsýni yfir Svarfaðardalinn, inn Skíðadal að hluta og út á sjó! Við suðurenda hússins er búið að steypa sólpall/verönd með steypum vegg til austurs, gert er ráð fyrir heitum potti. Úr stofu/borðstofu er hægt að ganga út á verönd til suðurs og á svalir til vesturs.)
Þrjú svefnherbergi eru á efri hæð, öll rúmgóð með skápum, hurðir spónlögð eik, 3ja stafa eikarparket á gólfi.
Baðherbergi er rúmgott, ljósar flísar á gólfi og veggjum, það er bæði sturta með glervegg og hornbaðkar, hvít hreinlætistæki, handlaug og salerni. Innrétting úr spónlagðri eik, grá borðplata með handlaug ofan á. Mósaíkflísar eru á salerniskassa og sturtubotni.
Neðri hæð
Þar er þriggja herbergja íbúð með sérinngangi sem getur hentað prýðilega sem leigueign.
Tvö svefnherbergi, 3ja stafa eikarparket er á gólfum í eldhús og svefnherbergjum, lausir fataskápar í herbergjum. Í eldhúsi er hvít innrétting með gráum bekkjum, hvít eldavél með hellum.
Baðherbergi er með ljósum flísum á gólfi, þar er sturta, handlaug og salerni.
Búið er að steypa upp gólfplötu og útveggi fyrir viðbyggingu vestan við húsið, og þakbitar komnir á.
Vélageymsla/verkstæði:
105m2 bygging klædd með bárujárni, heitt og kalt vatn er í húsinu, og stór innkeyrsluhurð.
(Grunnur er fyrir 315m2 vélaskemmu ásamt samþykktum teikningum.)
Útihús: Á landinu eru gömul útihús (fjárhús 109m2, þau eru komin til ára sinna og þarfnast talsverða lagfæringa ef nota á þau að nýju.
§ Ein fallegasta staðsetning landsins
§ Allar innréttingar sérsmíðaðar
§ Íbúðarhúsið nýlega endurbyggt að öllu leyti
§ Ljósleiðari
§ Hitaveita
§ Vélaskemma/verkstæði
§ Íbúðarhúsalóð: með landinu fylgir sérafmörkuð 1.098m2 íbúðarhúsalóð,