Smáratún 7 á Svalbarðsströnd - Stórt og virðulegt steypt einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr. Húsið er á einu fastanúmeri en búið er að loka á milli hæða og skipta húsinu upp í þrjár íbúðir en auðvelt er þó að opna aftur. Heildarstærð er skráð 370,5 m² og byggingarár þess er 1994.
Húsið skiptist með eftirfarandi hætti:
Efri hæð: Rúmgóð 4ra herbergja íbúð auk bílskúrs samtals 200,5 m² að stærð og þar af telur bílskúr 41,2 m²
Neðri hæð: Hefur verið skipt upp í tvær útleiguíbúðir, annars vegar 2ja herbergja íbúð og hins vegar 3ja herbergja íbúð.
Efri hæð skiptist í: forstofu, eldhús, stofu, borðstofu, baðherbergi, þrjú svefnherbergi, gang og bílskúr
Forstofa er flísalögð og með góðu skápaplássi.
Eldhús er með flísum á gólfi og milli skápa. Dökk spónlögð viðarinnrétting og þar er bakaraofn í vinnuhæð og innbyggð uppþvottavél. Góður borðkrókur í eldhúsi.
Stofa og borðstofa: Rúmgott og bjart rými með stórum gluggum. Parket með fiskibeinamunstri á gólfi og innfelld lýsing í lofti. Falleg kamína í stofunni. Úr borðstofunni er gengið út á steyptar suður svalir.
Þrjú svefnherbergi eru öll með parketi á gólfi og hvítum fataskápum.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Þar er góð hvít innrétting, hornbaðkar og sturta.
Bílskúr er með flísum á gólfi, rafdrifinn hurðaopnari á innkeyrslhurð og inngönguhurð er frá steyptri verönd við aðalinngang. Tengi fyrir þvottavél er inn í bílskúr.
Neðri hæð skiptist í tvær íbúðir sem báðar eru með sér inngangi. Annars vegar 3ja herbergja íbúð og hins vegar tveggja herbergja íbúð, sem hefur verið útbúin úr geymslurýmum á teikningu.
2ja herbergja íbúðin skiptist í eldhús, stofu, svefnherbergi, baðherbergi og stóra geymslu
Eldhús er með nýlegri hvítri innréttingu með viðarbekkplötu og dúk á gólfi.
Stofa er með dúk á gólfi og gluggum til tveggja átta. Úr stofu er hurð út í garð.
Svefnherbergi er rúmgott og með dúk á gólfi. Úr svefnherbergi er gengið inn í geymsluna.
Baðherbergi er með dúk á gólfi og sturtu. Nýleg hvít innrétting með stæði fyrir þvottavél.
Geymsla eru tvö útgrafin en óklárðu rými, mjög rúmgóð. Gengið er inn í geymsluna úr svefnherberginu.
3ja herbergja íbúðin skiptist í eldhús, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymslu.
Eldhús er með hvítri innréttingu og plastparketi á gólfi.
Stofa er með plastparketi á gólfi.
Svefnherbergin eru tvö og eru bæði með plastparketi á gólfi og hvítum fataskápum
Baðherbergi er með flísar á gólfi og hvítri innréttingu. Flísalögð sturta og opnanlegur gluggi. Tengi fyrir þvottavél er inn á baði.
Geymsla er inn af eldhúsinu.
Lóðin er stór, eða 750 m² og fyrir framan húsið er bílastæði með möl í og sunnan við húsið er hægt að keyra niður með húsinu og þar er einnig bílastæði. Stór grasflöt er austan við húsið.
Annað:
- Mikið og skemmtilegt útsýni.
- Stutt í skóla og leikskóla.
- Útleigumöguleikar í kjallara - þó er rétt að taka fram að ekkert liggur fyrir um hvort umrædd nýting samrýmist kröfum opinberra aðila, eins og heilbrigðis og byggingaryfirvalda, enda kjallarinn skráður að hluta sem geymsla.
- Stór garður.
- Auðvelt er á að opna aftur milli hæða.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.