** Hafðu samband og bókaðu tíma fyrir skoðun - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - steingrimur@fastmos.is eða 862-9416 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - teddi@fastmos.is eða 690-8040 ** Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Falleg og vel skipulögð 103,1 m2 4ra herbergja íbúð á 2. hæð ásamt bílastæði í bílakjallara í lyftuhúsnæði við Þórðarsveig 4 í Reykjavík. Eignin er skráð 103,1 þar af íbúð 94,3 m2 og geymsla 8,8 m2. Eignin skiptist í forstofu, stofu/forstofu, eldhús, 3 svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Sérgeymsla er í sameign í kjallara. Góðar svalir í suðurátt. Sérinngangur af opnum stigagangi. Staðsetning hússins er frábær í rólegri barnvænni götu. Stutt í alla helstu þjónustu. Sundlaug, golfvöllur, grunnskóli og leikskóli í næsta nágrenni. Stutt í íþróttasvæði Fram. Miklir útivistamöguleikar, t.d. við Úlfarsá, Reynisvatn og Hólmsheiði.Smellt hér til að fá söluyfirlit sent straxNánari lýsing:Forstofa er með flísum á gólfi og fataskáp.
Eldhús er með nýlegri hvítri eldhúsinnréttingu og harðparketi á gólfi. Í innréttingu er ofn, helluborð, vifta, ísskápur og uppþvottavél.
Svefnherbergi 1 (hjónaherbergi) er með harðparketi á gólfi og fataskápum.
Svefnherbergi 2 er með harðparketi á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi 3 er með harðparketi á gólfi og fataskáp.
Stofa/borðstofa er rúmgóð og með harðparketi á gólfi. Úr stofu er gengið út á
 skjólgóðar svalir í suðurátt.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum. Baðkar með sturtutækjum. Falleg innrétting með skolvask. Handklæðaofn, skápur og upphengt salerni.
Þvottaherbergi er innan íbúðar. Flísar á gólfi, góð innrétting og tengi fyrir þvottavél, þurrkara og skolvask.
Sérgeymsla er í sameign, skráð 8,8 m2.
Bílastæði í lokuðum og upphituðum bílakjallara fylgir eigninni, merkt B13.
Annað: Íbúðinni fylgir hlutdeild að sameiginlegri vagna- og hjólageymslu. Hellulögð stétt er fyrir framan hús og baklóð tyrft. Sameiginleg malbikuð stæði á framlóð hússins. Rafhleðslustaurar er á lóð í eigu húsfélagsins. Húsið og sameign hafa fengið gott viðhald á undanförnum árum. Meðal annars hefur nýlega verið farið í múrviðgerðir og húsið steinað og málað. Þá er nýlega búið að byggja svalalokun yfir svalagang efstu hæða til þess að vernda húsið fyrir veðri. Nýlega búið að skipta um myndavéladyrasíma í húsinu og mála og skipta um teppi í stigagangi. Samþykkt var að leggja rafmagn fyrir hleðslu i bilakjallarann, þannig að það fólk þarf þá bara að leigja eða greiða fyrir hleðslustöðina.
Fyrirhugað fasteignamat 2026 er 73.650.000 kr.
Verð kr. 81.500.000,-