Guðrún Antonsdóttir fasteignasali kynnir Stóra 2ja herbergja íbúð á 2.hæð í fjórbýli með yfirbyggðum svölum og sér bílastæði fyrir utan húsið. Sumarið 2025 fóru fram múrviðgerðir og málun utan húss. Eignin getur verið laus til afhendingar hinn 5. janúar 2026
Áætlað fasteignamat eignar fyrir 2026 er 61.850.000kr
Sjá teikningar hússins, ýtið hérEignin skiptist í: Forstofu, eldhús, stofu, svefnherbergi, baðherbergi og geymslu.
Nánari lýsing: Forstofa með fataskáp og parketi á gólfi.
Eldhús með nýrri hvítri innréttingu með neðri skápum, Innréttingin var sett upp í nóvember á þessu ári. Bakaraoofn og helluborð. Ljósar flísar á gólfi, nettur borðkrókur og opnanlegur gluggi.
Stofan er rúmgóð með nýlegu parketi á gólfi. Gengið er út á
yfirbyggðar svalir frá stofu sem snúa til suðurs.
Svefnherbergið er með fataskáp og parketi á gólfi.
Baðherbergið er með innréttingu undir og við handlaug, baðkari, salerni, ofni, opnanlegum glugga og flísum á gólfi og veggjum.
Þvottahús er sameignlegt þar sem hver er með sína þvottavél og þurrkara.
Sérgeymsla er í sameign, skráð 2fm
Bílasæðið sér fyrir framan hús, staðfestir húsfélag, ekki er skráð sér bílastæði í eignaskiptasamningi sem var gerður 1993.
Húsgjöld eignarinnar eru 13.000kr á mánuði, innifalið í húsgjöldum er almennur rekstur, rafmagn í sameign, húseigandatrygging og þrif sameignar.
Samkvæmt fasteignamati ríkissins er íbúð á hæð skráð 64,7 fm og geymsla í kjallara skráð 2 fm samtals 66,7 fm, ásamt sameignarrými í kjallara.
Frekari upplýsingar veitir Guðrún Antonsdóttir fasteignasali í síma 621-2020 eða á gudrun@fastlind.is múrviðgerðirog málun að utan
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignsala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali metur eignina með sjónskoðun.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 74.900 kr.