Domusnova Ingunn Björg lgf. og Sæþór lgf. kynna stórglæsilega og sérlega vandaða 4 herbergja þakíbúð í fallegu í nýlegu lyftuhúsi. Aukin lofthæð og gólfsíðir gluggar eru í öllum rýmum nema baðherbergjum. Úr stofu er útgengt á mjög rúmgóðar 78 fm þaksvalir með heitum potti. Glæsilegt útsýni er úr íbúðinni til sjávar og fjalla. Eigninni fylgir bílastæði í bílakjallara.Einstök hönnun er á ytra útliti hússins, lóð og aðkomu. Innanhúshönnuður kom að hönnun íbúðarinnar, lögð var mikil áhersla á gæða efnisval og góðar lausnir. Vandaðar sérsmíðaðar innréttingar frá VOKE III, parket og flísar frá Ebson, Quartz steinn frá Technistone er á eldhúsum og böðum. Eldhústæki eru frá AEG, blöndunartæki frá Grohe og hreinlætistæki frá Duravit. Allri lýsingu í eigninni er stýrt með snjalllýsingu frá PLEJD sem býður upp á margvíslega möguleika við stjórnun lýsingar í eigninni með einföldum hætti í gegnum spjaldtölvu eða farsíma. Vönduð loftljós, kastarar og kastarabrautir frá Lumex eru í eigninni sem fylgja munu með í kaupunum ásamt vönduðum sérsaumuðum gluggatjöldum. Einungis tvær íbúðir eru á hæðinni og hefur hvor um sig lokað rými fyrir framan íbúð. Íbúðin skiptist á eftirfarandi hátt: Forstofa, eldhús í opnu rými með borðstofu / stofu, rúmgóðar þaksvalir, 3 svefnherbergi, þar af hjónasvíta með fataherbergi og sérbaðherbergi, annað baðherbergi með þvottahúsi inn af.
Samkvæmt fasteignaskrá HMS er birt stærð 137,8 fm 2, þar af er 9,8 fm2 geymsla.Nánari upplýsingar veita:Ingunn Björg Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali / s.856 3566 / ingunn@domusnova.is
Sæþór Ólafsson löggiltur fasteignasali / s.855 5550 / saethor@domusnova.is Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.isNánari lýsing eignar:Gengið er inn frá sameign í afmarkað rými fyrir framan íbúð. Forstofa: Með rúmgóðum innbyggðum fataskáp.
Eldhús: Rúmgott með fallegri innréttingu frá VOKE III, Quartz steinn er á borðplötum. Vönduð heimilsitæki frá AEG, ofn í vinnuhæð, span helluborð. Gluggi í eldhúsi til norðurs og vestur sem hleypir mikilli birtu inn í rýmið.
Stofa / borðstofa: Rúmgóð og björt með gólfsíðum gluggum á tvo vegu, aukin lotfhæð.
Hjónasvíta: Rúmgott og bjart rými, baðherbergi og fataherbergi innaf hjónaherbergi.
Baðherbergi 1: Flísalagt gólf og veggir að hluta. Rúmgóð innrétting, walk inn sturta, handklæðaofn, upphengt salerni. Inn af hjónasvítu.
Svefnherbergi 2: Rúmgott og bjart, tvöfaldur fataskápur.
Svefnherbergi 3: Þessu herbergi var bætt við, á teikningu er það skráð sem sjónvarpsrými.
Baðherbergi 2 / þvottahús: Flísalagt gólf og veggir að hluta. Rúmgóð innrétting, walk inn sturta, handklæðaofn, upphengt salerni. Þvottarými inn af baðherbergi.
Þaksvalir: Mjög rúmgóðar 78 fm2 þaksvalir með heitum potti og vönduðum flísahellum á gólfi. Glæsilegt útsýni til allra átta.
Bílastæði: Merkt B013 í bílakjallara.
Geymsla: 9,8 fm2 geymsla er í sameign.
Lóð: Lóðin er afar snyrtileg, tyrfð að hluta og með fallegum lággróðri, hellulagðir / steyptir göngustígar sem að hluta til eru með snjóbræðslukerfi, falleg kvöldlýsing er á lóðinni. Djúpgámar eru á lóð fyrir flokkað rusl.
Byggingarverktaki hússins er GG verk ehf. Að utan er húsið klætt með álklæðningu og því viðhaldslítið. Gluggarnir eru vandaðir ál-tré gluggar frá Byko sem hafa það einkenni að vera með hátt einangrunargildi fyrir hita og hljóði.Dánarbú í opinberum skiptum er seljandi eignarinnar og þekkir skiptastjóri ekki ástand hennar og ábyrgist enga kosti hennar. Lögð er áhersla á að tilboðsgjafar sinni skoðunarskyldu sinni með tilliti til þessa.Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Um ástand einstakra eignarhluta:Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.