NÝTT Í SÖLU, Heiðar Friðjónsson lögg.fast. kynnir 205,8 fm einbýlishús á útsýnisstað við Vættaborgir 23 í Borgarhverfi Grafarvogs.
Um er að ræða skemmtilegt hús á þremur pöllum, með fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, rétt fyrir neðan Borgarskóla og leikskólann Hulduheima. Fallegur garður og frábært útsýni til norðurs. ATH. Fasteignamat næsta árs verður 156.200.000 kr.
ATH. opið hús er á eigninni miðvikudaginn 3. september frá kl. 17.30 til 18.00
Nánara skipulag:
Gengið er inn í aflokað anddyri, þar er innangengt í bílskúrinn sem er 28,8 fm. Hann er með flísum á gólfi. þaðan er komið inn í hol sem er með flísum á gólfum og góðum skápum. Herbergi með parketi á gólfum. Baðherbergi með flísum á veggjum og gólfi, sturtu, innréttingu og glugga. Geymsla með glugga og er möguleiki á að vera þar með fimmta herbergið. Gengið er upp hálfa hæð, nátturuflísar á gólfum og komið inn á miðjupallinn, þar eru stofur og eldhús. Eldhúsið er með fallegri stórri innréttingu og góðum borðkrók, náttúruflísar á gólfum og gólfhiti. Borðstofa og stofa eru rúmgóðar með mikilli lofthæð og stórum gluggum. Náttúruflísar á gólfi með gólfhita. Útgengi er út í garð af þessum palli. Garðurinn er fallegur með pöllum og skjólgirðingum og miklum gróðri, heitum potti og áhaldaskúr. Garðurinn er sérlega blómlegur. Af miðpallinum er gengið upp hálfa hæð, náttúrflísar á gólfi, hol efri hæðar er með náttúruflísum á gólfi, þaðan er gengið út á bogadregnar norður svalir með frábæru útsýni til Esjunnar, yfir Geldinganes og út á sundin. Á efri hæðinni eru þrjú herbergi, öll nokkuð rúmgóð með parketi á gólfum, rúmgóðu fataherbergi, þvottarhús með innréttingu fyrir þvottarvél og þurkara og glugga. Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, baðkari, sturtu og innréttingu.
Húsið er með sérlega skemmtilegu skipulagi, flottu útsýni og frábærum garði, hellulagt er fyrir framan hús, góð bílastæði með snjóbræðslu. Húsið stendur fyrir neðan Borgarskóla og leiksskólann Hulduheima og örstutt er í verslunarmiðstöðina Spönginni.
Allar frekari uppl. um húsið veitir Heiðari Friðjónsson Lögg. fasteignasali í s.693-3356, heidar@valholl.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.