Gimli fasteignasala og Elín Urður Hrafnberg kynna:
Bjarta og rúmgóða 5 herbergja íbúð ásamt stæði í bílageymslu í Grafarholti. Íbúðin er í litlu fjölbýlishúsi með fallegu útsýni yfir Hólmsheiðina sem býður upp á mikla möguleika til útivistar. Stutt er á golfvöllinn og í skóla og leikskóla. Þar er einnig frábær íþróttaaðstaða þar sem Fram er í hverfinu.*** EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA***Um er að ræða einstaklega bjarta og rúmgóða fimm herbergja íbúð á 3 hæð (efstu) ásamt mjög góðu bílastæði í lokaðri bílageymslu í litlu fjölbýli. Samkvæmt fasteignamati er íbúðin skráð 121,5 fm þar af er geymsla í kjallar 7,9 fm. Bílastæðið er ekki inn í fermetrum.
Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu, stofu, fjögur rúmgóð herbergi, baðherbergi og þvotthús innan íbúðar. Góðar svalir með fallegu útsýni.
Húsið er byggt 2003 af Byggingarfélagi Gunnars og Gylfa ehf. Húsið er klætt að utan og því viðhalds lítið. Fallegt útsýni er úr íbúðinni. Innréttingar og skápar eru frá Brúnás. Gróinn garður er við húsið með leiktækjum og göngufæri í skóla og leikskóla.
Linkur á myndband hér
Nánari upplýsingar veitir: Elín Urður Hrafnberg Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 6902602, tölvupóstur elin@gimli.is eða
gimli@gimli.isNÁNARI LÝSING:Anddyri: komið er inn í rúmgott anddyri með góðum skápum og flísum á gólfi.
Stofa: er rúmgóð og björt með parketi á gólfi. Útgengt er út á svalir frá stofu sem vísa út í garð með fallegu útsýni.
Eldhús: með góðri innréttingu frá Brúnás sem var sprautulökkuð fyrir ca 5 árum, tengi fyrir uppþvottavél, nýlegu spanhelluborði og nýlegum bakaraofni, viftu og flísum á gólfi. Gluggar á tvo vegu með fallegu útsýni.
Borðstofa: út frá eldhúsi, með glugga og flísum á gólfi.
Baðherbergi: er rúmgott með baðkari með sturtuaðstöðu, góð innrétting með vaski og spegli fyrir ofan, flísar á gólfi og veggjum ásamt glugga.
Hjónaherbergi: rúmgott með góðum skápum og parket á gólfi.
Svefnherbergi 2#: með góðum skáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi 3#: með góðum skáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi 4#: með góðum skáp og parketi á gólfi. Hægt er að taka niður vegg og gera herbergið að hluta af stofu.
Þvottahús: er innan íbúðar með tengi fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð og snúrum fyrir ofan og er einnig með hillum.
Geymsla: góð sérgeymsla í kjallara.
Bílastæði: vel staðsett bílastæði í lokuðum bílakjallara með rafmagnshleðslustöð fyrir bílinn, aðstaða fyrir bílaþvott er í bílageymslunni.
Snyrtileg sameign og góð hjóla- og vagnageymsla.
Á bílastæði fyrir blokkina er bílahleðslustöð fyrir tvo bíla. Niðurlag:Virkilega góð 5 herbergja íbúð þar sem stutt er í skóla og leikskóla. Fallegar gönguleiðir eru allt í kring ásamt gólfvelli og þjónustu og verslunum.
Gimli fasteignasala hefur stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti á fimmta áratug og er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð árið 1982. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki, traust og góð þjónusta.
Gimli, gerir betur...Gimli er staðsett á 2. hæð á Grensásvegi 13, 108 Reykjavík og á 2. hæð á Eyravegi 29, Selfoss.
Opnunartími frá kl. 10 -16 alla vikra daga, sími:
570 4800, tölvupóstur:
gimli@gimli.isHeimasíða Gimli fasteignasöluGimli á FacebookUm skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Teikningar sem fylgja lýsingu eignarinnar og myndum eru til viðmiðunar og ekki alltaf í samræmi við samþykktar teikningar af eigninni.