Skeifan kynnir Burknavelli 4. Spennandi 181,9 fm parhús á tveimur hæðum þar af er 36,1 fm bílskúr. Húsið er statt á besta stað fremst á Völlunum í Hafnarfirði.
Nánari upplýsingar veitir Halldór Kristján Sigurðsson í s. 618-9999 tölvupóstur halldor@skeifan.is**Tvö bílaplön**
**Fimm svefnherbergi**
**Um 25fm yfirbyggð sólstofa með heitum potti og úti eldhúsi**
**Um 120fm pallur með garðhúsi og nettum kofa**Lýsing:Neðri hæð: Forstofa með skáp, flísar á gólfi. Gestasnyrting með flísum á gólfi.
Þvottahús með ljósri innréttingu, flísum á gólfi, útgengt á stóra timburverönd og baklóð. Innangengt í bílskúr.
Eldhús með Eikararinnréttingu, borðkrókur, helluborð, háfur, ofn, borðkrókur, flísar á gólfi.
Stofa og borðstofa með parket á gólfi, útgengt á stóra ca: 120 fm timburverönd með skjólveggjum, sem búið er að hluta til að byggja yfir heitan pott og úti aðstöðu fyrir eldamennsku.
Efri hæð: Stigi upp úr holi með parket þrepum. Sjónvarpshol með parket á gólfi.
Baðherbergi með viðarinnréttingu, baðkar, sturta, flísar á gólfi og hluta veggja, þrjú rúmgóð
svefnherbergi með skápum í þeim öllum, parket á gólfum. Útgengt er úr hjónaherbergi á góðar vestursvalir.
Bílskúr: Með hita/rafm. heitt/kalt vatn, opnari, búið að stúka af 2 herbergi með gluggum.
Lóð: að mestu með hellulögðu bílaplani fyrir framan húsið, hiti í plani, timburverönd með skjólveggjum og sólstofu.
Nánari upplýsingar veitir Halldór Kristján Sigurðsson fasteignasali í s. 618-9999 tölvupóstur halldor@skeifan.isKostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.000 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Skeifan fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.