Föstudagur 27. desember
Fasteignaleitin
Skráð 18. sept. 2024
Deila eign
Deila

Þingvallastræti 33

EinbýlishúsNorðurland/Akureyri-600
157.3 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
67.900.000 kr.
Fermetraverð
431.659 kr./m2
Fasteignamat
68.700.000 kr.
Brunabótamat
69.800.000 kr.
BD
Björn Davíðsson
Löggiltur fasteignsali
Byggt 1947
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2151882
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Hluta til endurnýjaðar
Raflagnir
Búið er að endurnýja hluta í töflu og tengla
Frárennslislagnir
Endurnýjað frá baðherbergi þegar það var endurnýjað
Gluggar / Gler
Gamlir
Þak
Gamalt járn. Bætt var einangrun upp á loftið fyrir nokkrum árum
Lóðarréttindi
Leigulóð
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Tveir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Húsið hefur sigið og er áberandi gólfhalli.
Sprungumyndanir innanhúss og utanhúss.
Eignin er ekki í fullu samræmi við upprunalegar teikningar
Fasteignasalan Hvammur 466 1600
Þingvallastræti 33 - 4-5 herbergja einbýlishús á einni hæð með bílskúr á Brekkunni á Akureyri. Heildarstærð eignarinnar er 157,3 m² en þar af er bílskúrinn skráður 43,8 m².

Eignin skiptist í forstofu, gang, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, stofu og borðstofu í opnu rými, eldhús, þvottahús og geymslu.

Nánari lýsing:
Forstofa
er með flísum á gólfi. Úr forstofu er opið inn á gang með parketi. 
Svefnherbergin eru þrjú og er parket á öllum gólfum. Spónlagðir fataskápar eru í tveimur herbergjum. 
Baðherbergi er með flísum á gólfi og hluta veggja. Snyrtileg hvít innrétting, sturtuklefi og handklæðaofn. Opnanlegur gluggi er á baðherbergi. 
Stofa og borðstofa eru saman í opnu rými, sem áður voru tvö aðskilin rými. Rúmgóð og björt stofa með parketi á gólfi. Úr stofu er hurð út á góða timburverönd sem snýr til suðurs og þaðan út í garð. 
Eldhús var endurnýjað árið 2023. Þar er sérsmíðuð ljós innrétting. Bakaraofn er í vinnuhæð og stæði er fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingu. Harðparket á gólfi og góður borðkrókur. 
Í þvottahúsinu er nýleg sérsmíðuð innrétting með góðu skápa- og bekkjarplássi. Gólfið er málað með mottu. Þvottahúsið nýtist sem annar inngangur því þar er hurð út á malbikað bílaplan vestan við húsið. 
Geymsla er inn af þvottahúsinu. Þar er gömul innrétting, hillur og opnanlegur gluggi. 
Bílskúr var byggður árið 2006 og er skráður 43,8 m² að stærð. Flísar á gólfi, rafdrifin innkeyrsluhurð og tvær inngönguhurðir, önnur að framanverðu og hin að vestan sem leiðir inn í garðinn. 

Annað:
- Frábær staðsetning. Stutt niður í miðbæ, í Sundlaug Akureyrar og í grunn- og framhaldsskóla.
- Eldhús- og þvottahúsinnrétting voru endurnýjaðar 2023
- Fataskápar, innihurðar og flest gólfefni eru frá um 2000
- Malbikað bílaplan austan og vestan við hús. Hitalagnir eru í hluta, lokað kerfi er fyrir framan bílskúr. 
- Ljósleiðari
- Húsið er sigið og áberandi gólfhalli.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 2006
43.8 m2
Fasteignanúmer
2151882
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
17.050.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Norðurgata 45 efri hæð
Bílskúr
Norðurgata 45 efri hæð
600 Akureyri
188.4 m2
Fjölbýlishús
413
371 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Skoða eignina Kjarnagata 41 302
Kjarnagata 41 302
600 Akureyri
102.1 m2
Fjölbýlishús
43
636 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Skoða eignina Kjarnagata 51 íbúð 101
Kjarnagata 51 íbúð 101
600 Akureyri
104.8 m2
Fjölbýlishús
423
667 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Skoða eignina Geirþrúðarhagi 1
Geirþrúðarhagi 1
600 Akureyri
97.9 m2
Fjölbýlishús
514
714 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin