VALBORG fasteignasala kynnir í Sunnuveg 4, 800 Selfossi.
Töluvert endurnýjað fjögurra herbergja einbýli á frábærum stað.
Eignin er samtals 151,2 m² að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Húsið sjálft er 115,8 m² og telur anddyri, hol, stofu, borðstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu en bílskúrinn er 35,4 m².
Stór lóð, mikill suðurgarður með palli og heitaveitupotti.
Húsið er byggt árið 1956 en hefur farið í gegnum mikla endurnýjun á liðnum árum.
Eignin er staðsett á rólegum stað en þó nálægt miðbæ Selfoss með allri þjónustu sem þar er að finna auk þess er stutt í sundlaug, leik-, grunn- og framhaldsskóla.
Seljendi skoðar ýmsar uppítökur.
Fasteignamat eignarinnar er kr. 80.300.000,-
Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.Sjá staðsetningu hér:Nánari lýsing:
Anddyri með fatahengi, flísar á gófli.
Hol sem tengir flestar vistarverur hússins, flísar á gólfi.
Svefnherbergi I með einföldum fataskáp, glugga til vesturs, parket á gólfi.
Svefnherbergi II með tvöföldum fataskáp, glugga til vesturs, parket á gólfi.
Svefnherbergi III með fjórföldum fataskáp og öðrum einföldum, glugga til austurs, parket á gólfi.
Stofa/borðstofa eru í sama rými, parket á gólfi. Gluggar til suðurs og útgengi á pall og stóran suðurgarð.
Eldhús er rúmgott og með nýlegri innréttingu. Mikið skápapláss, tveir ofnar í vinnuhæð, helluborð og vifta, tengi fyrir uppþvottavél. Góður borðkrókur. Gluggar út að götu (norðurs). Flísar á gólfi.
Baðherbergi með handlaugarinnréttingu, upphengdu wc, baðkar og handklæðaofn. Físar á gólfi og veggjum.
Geymsla er inn af eldhúsi en þar er lúga upp á risloft sem nýtist sem geymsla.
Þvottahús er inn af geymslu en þar er einnig inngönguhurð til norðurs.
Bílskúr er rúmgóður, innkeyrsludyr með rafmagnsopnara. Inngönguhurð á hlið skúrsins.
Heitur pottur á palli í suðurgarði en útgengt er t.d. úr stofu á pallinn/garðinn.
Lóðin hefur nýlega verið einfölduð og er möl í plani og nýlegt gras í garði.
Eignin hefur verið að töluvert endurnýjuð á síðast liðnum árum, meðal annars:
Léttir milliveggir endurbyggðir að miklu leiti.
Gólfplata í miðrými hússins brotin upp og sig lagað.
Rafmagn að miklu leiti endurnýjað sem og hluti vatnslagna.
Baðherbergi endurbyggt, ný tæki og innréttingi.
Eldhús endurbyggt, ný tæki og innréttingi.
Ný gólfefni nema í þvottahúsi.
Nýjar innihurðar að mestu leiti.Nánari upplýsingar veita:Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.