Laugardagur 28. desember
Fasteignaleitin
Skráð 5. nóv. 2024
Deila eign
Deila

Vesturgata 7

EinbýlishúsNorðurland/Ólafsfjörður-625
89.8 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
36.500.000 kr.
Fermetraverð
406.459 kr./m2
Fasteignamat
19.250.000 kr.
Brunabótamat
40.350.000 kr.
AE
Arndís Erla Jónsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1965
Þvottahús
Garður
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2154377
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
St+hlaðið
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
ágætt
Raflagnir
ágætt
Frárennslislagnir
ekki vitað
Gluggar / Gler
ágætt
Þak
ágætt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Lóð
100
Upphitun
Inngangur
Tveir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignamiðlun kynnir eignina Vesturgata 7, 625 Ólafsfjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 215-4377 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Vesturgata 7 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 215-4377, birt stærð 89.8 fm.

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.


Um er að ræða mikið uppgert einbýlishús á einni hæð með góðum garði. Eignin samanstendur af forstofu, eldhúsi, stofu, baðherbergi, tveimur svefnherbergjum (möguleiki á þriðja), þvottahúsi og geymslu. Vatnslagnir hafa verið endurnýjaðar sem og rafmagn og rafmagnstafla. Eldhús og baðherbergi hafa verið endurnýjað og skólp var endurnýjað út í götu árið 2017. Fljótandi parket er á eigninni fyrir utan votrými. Skipt hefur verið um gler í flestum gluggum. Skipt var um einangrun á háalofti og ný lúga sett einnig var sett ný sérsmíðuð loftöndun. Steypt plan er við eignina með hitalögnum í að hluta og plan fyrir framan eign er hellulagt. Skýli er fyrir fjórar sorptunnur úr timbri. Ljósleiðari hefur verið tekin inn í eign. 

Forstofa: er flísalögð með ljósum flísum og ágætis fatahengi. 
Eldhús: er rúmgott með góðu skápaplássi og parket á gólfi. Hvítar Ikea innréttingar, með veggplötum á milli og á vegg og ljósri borðplötu. 
Stofa: er með parket á gólfi og góðu gluggaplássi. 
Baðherbergi: er flísalagt í hólf og gólf með hvítum innréttingum, vask, upphengdu klósetti og rúmgóðum sturtuklefa með sturtugleri. Hiti er í gólfi og handklæðaofn. 
Svefnherbergi: eru tvö misstór með parket á gólfi. Hjónaherbergi er með nýlegum fataskáp. Rennihurð er á eldhúsi og rými inn af því sem möguleiki er á að nýta sem svefnherbergi. 
Þvottahús: er flísalagt með hvítum skápum, vask og sérútgang. Aðgangur er upp á háaloft eignarinnar úr þvottahúsi. 
Garður: er mjög rúmgóður með timburpall og er grasi gróinn. Þvottasnúrur eru í garði.  

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Fasteignamiðlun ehf. - Grandagarður 5 - 101 Reykjavík - Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali í Fjallabyggð
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
18/05/20066.068.000 kr.4.500.000 kr.89.8 m250.111 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Kirkjuvegur 17
Skoða eignina Kirkjuvegur 17
Kirkjuvegur 17
625 Ólafsfjörður
76.8 m2
Einbýlishús
312
454 þ.kr./m2
34.900.000 kr.
Skoða eignina Garðarsbraut 69
Skoða eignina Garðarsbraut 69
Garðarsbraut 69
640 Húsavík
98.1 m2
Fjölbýlishús
413
386 þ.kr./m2
37.900.000 kr.
Skoða eignina Glerárgata 16
Skoða eignina Glerárgata 16
Glerárgata 16
600 Akureyri
70.7 m2
Fjölbýlishús
312
508 þ.kr./m2
35.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin