ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu vel staðsett og rúmgott einbýlishús í Garði Valbraut 13.Um er að ræða skemmtilegt 173,4 m² einbýlishús á góðum stað í Garði. Þar af er 143,4 m² íbúðarhluti og 30 m² bílgeymsla.
Húsið er byggt árið 1976 og hefur fengið gott viðhald og miklar endurbætur á undanförnum árum, þar með talið skipti á flestum gluggum og hurðum og gólfhitalagnir lagðar.
Húsið skiptist í eftirfarandi rými:Anddyri: Rúmgott anddyri með vínilparketi á gólfi.
Þvottahús: Innaf anddyri er þvottahús með flísum á gólfi, innréttingu og nýrri hurð út á baklóð.
Hol: Stórt miðrými með parketi á gólfi.
Eldhús: Stórt eldhús með flísum á gólfi, nýlegri innréttingu og tvöföldum ísskáp sem fylgir.
Stofa og borðstofa: Rúmgóð stofa og borðstofa með parketi á gólfi. Ný stór rennihurð leiðir út á steypta verönd.
Svefnherbergisgangur er með parketi á gólfi og hurð út á steypta verönd í enda.
Svefnherbergi: Fjögur rúmgóð svefnherbergi með parketi og fataskápum í öllum.
Baðherbergi: Rúmgott baðherbergi með flísum á gólfi, upphengdu salerni, baðkari og stórri innréttingu.
Bílgeymsla: 30 m² bílgeymsla með nýrri aksturshurð. Þar er eftir að pússa útveggi og ljúka frágangi.
Lóð og útisvæði: Góð lóð er bæði að framan og aftan við húsið. Steypt stétt er fyrir framan húsið og steypt verönd umlykur suður-, vestur- og norðurhlið þess.
Gólf hússins eru lögð með flísum og parketi.
Þetta er frábært tækifæri fyrir fjölskyldur sem vilja vel viðhaldið og rúmgott hús á fallegum stað með góðu útisvæði. Allar frekari upplýsingar og skoðun eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar veita:
Páll Þorbjörnsson lfs, í síma 698-6655, tölvupóstur pall@allt.is.
Unnur Svava Sverrisdóttir lfs. í síma 8682555 tölvupóstur unnur@allt.is
Elín Frímansdóttir lfs, í síma 867-4885 tölvupostur elin@allt.is ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Kostnaður kaupanda:1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.