ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu sumarhúsið að Efristígur 12, Þingvöllum, birt stærð 61.0 fm. En óskráð er 4 fm millibygging ásamt 40 fm svefnlofti. Samtals 105 fm.Lóðin er 10.000 fm (1ha) að stærð og er leigulóð í eigu Ríkissjóðs Íslands. Lóðarleigusamningur var gerður 2021 og er hann framlengdur um 10 ár í senn.
Nánari upplýsingar veitir: Páll Þorbjörnsson Löggiltur fasteignasali, í síma 560-5501, tölvupóstur pall@allt.is.Sjarmerandi og velstaðsett í aðeins 20 mínútna fjarlægð frá Mosfellsbæ, húsið er staðsett á fallegum og friðsælum stað á í landi Kárastaða við Þingvallavatn. Kyrrð, útsýni og gönguleiðir í þjóðgarðinum er það sem gerir þennan bústað að paradís fyrir fjölskylduna. Stutt frá höfuðborgarsvæðinu,
Bústaðurinn hefur verið endurnýjaður töluvert undanfarið ár sjá ástandsyfirlýsingu seljanda. En meðal annars var endurnýjuð gólfefni neðrihæðar, parket og flísar, fataskáp, klæðning, neysluvatnshitari, tvo útveggi eignar, hluta af gluggum, útidyrahurð, flestir ofnar, eldhús að hluta. Neysluvatnslagnir og þrýstkútur endurnýjað með hitavír í lögn út í brunn. Ný rafrmagnstafla og hluti af lögnum. Nýleg rotþró.
Bústaðurinn er með 3ja fasa inntak.
Sumarbústaðurinn var byggður í landi Skálabrekku um 1947 en fluttur á núverandi stað 1983.
Bústaðurinn er samtals um 105 fm að gólffleti en er skráður skv. fasteignaskrá 61 fm.
Óskráður er milligangur 4 fm og risið um 40 fm að gólffleti.
Efristígur 12 er í landi Kárastaða á Þingvöllum og tilheyrir Þjóðgarðinum og hefur 7 daga ruðningsþjónustu á Þingvallarvegi og möguleiki að fá ruðning heim að húsi.
Komið er inn í miðju bústaðarins, til vinstri er gott svefnherbergi og baðherbergi.
Eldhús, borðstofa og stofa eru í opnu rými með nýju parketi á gólfi. Baðherbergi með sturtu ásamt upphengdu salerni og nýrri innréttingu. Kamína í stofu, annars rafmagnskynding með nýlegum ofnum sem hafa wifi möguleika. Milligangur 4 fm, þar er aðstaða fyrir þvottavél og útgengi í tvær áttir en í dag er búið að byrgja fyrir annan útganginn. Geymsla er skráð 13,5 fm sem mætti t.d breyta í gestahús.
Í risi er rúmgott svefnloft, þar er gólfflöturinn um 40 fm. Einstakt útsýni, tvö svefnrými sem auðveldlega rúma amk. fjóra. Hár kvistur, lofthæðin er ca 2m í miðjunni, fallegir gluggar til beggja átta. Að utanverðu fyrir ofan geymslu er geymslurymi gegnum hlera sem gott er að geyma ýmsa hluti t.d útimuni.
Húsið er staðsett í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Þingvallanefnd á forkaupsrétt við sérhver aðalskipti.
Kaupandi skal kynna sér lóðaleigusamning Þingvalla, þá sérstaklega ákvæði 10 og 11 gr. þar sem kveðið er á um að framsal leiguréttar sé háð skriflegu samþykki Lóðaleigusamningur er í gildi,
Óheimilt er að leigja bústaðinn út, sjá ákvæði greinar 4.1. þar að lútandi.
Lóðaleigan á Efristíg 12 fyrir 2025 er 198.351 kr.
Fallegur og hlýlegur bústaður við Þingvallavatn í Þjóðgarðinum, á þessum stórfenglega stað.
Vertu tilbúin(n) þegar rétta eignin birtist – skráðu eignina þín í dag og tryggðu þér forskotið.ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Reykjavíkurveg 66, 220 Hafnarfirði
Kostnaður kaupanda:1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.