Sumarhús í landi Snorrastaða, örstutt frá Laugarvatni. Byggður 1985 og stendur á steyptum súlum. Tvö svefnherbergi. Sólpallur með heitum potti. Eignarlóð 2950 fm. Kjarri og skógi vaxin og með gullfallegu útsýni.
Stutt í margar af fegurstu perlum sunnlenskrar náttúru.Húsið er töluvert endurnýjað að innan, m.a. gólfefni og eldhúsinnrétting af fyrri eiganda. Gott ástand á baðherbergi þar sem er tengi fyrir þvottavél. Pípulagnir endurnýjaðar.
Undir húsinu er einangruð 12m2 kompa/geymsla sem er óskráð og þar eru inntök og miðstöðvargrind. Pottalagnir og stýring nýlegar.
Þakjárn er nýmálað. (eftir myndatöku)
Nánari lýsing:Forstofa og geymsla þar inn af. Hol, stofa og eldhús í opnu rými.
Fín eldhúsinnrétting. Hurð út á sólpall.
Tvö svefnherbergi með plássi fyrir tvíbreið rúm.
Baðherbergi með innréttingu og sturtu og tengi fyrir þvottavél.
Bústaðurinn hefur verið í Airbnb útleigu og upplýsingar um bókanir sem kaupandi tekur við eru hjá fasteignasala.Stærstur hluti innbús fylgir og þ.m.t. allt sérhæft sem fylgir útleigunni (ekki sófi, sjónvarp og leikjatölva)Greitt er árgjald 100.000 á ári í Giljareiti, félag sumarhúsaeiganda á svæðinu.
Nánari upplýsingar veita:Páll Pálsson Lgf. í síma nr: 775-4000 eða palli@palssonfasteignasala.is
www.eignavakt.iswww.verdmat.is Góð ráð fyrir kaupendur / seljendurGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.