Mánudagur 8. september
Fasteignaleitin
Skráð 7. sept. 2025
Deila eign
Deila

Lækjarhjalli 1

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-200
284.4 m2
6 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
222.900.000 kr.
Fermetraverð
783.755 kr./m2
Fasteignamat
167.500.000 kr.
Brunabótamat
139.050.000 kr.
Mynd af Herdís Valb. Hölludóttir
Herdís Valb. Hölludóttir
Löggiltur fasteignasali og lögfræðingur
Byggt 1990
Þvottahús
Garður
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2064107
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ekki vitað
Raflagnir
Endurnýjað að hluta
Frárennslislagnir
Ekki vitað
Gluggar / Gler
Virðist í lagi
Þak
Upprunal.
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gimli fasteignasala og Herdís Valb. Hölludóttir kynna Lækjarhjalla 1, 200 Kópavogur: Stór glæsilegt og vel skipulagt einbýlishús með stúdíóíbúð,  tvöföldum bílskúr og fallegum og skjólgóðum garði. Húsið var teiknað af Kjartani Sveinssyni og hefur verið mikið endurnýjað að innan.
Húsið er á tveimur hæðum og skiptist nú í: Forstofu/hol, 6 svefnherbergi, 2 stofur, 2 eldhús, 2 baðherb., 1 gestasalerni, geymslu, þvottaherbergi og bílskúr. Stúdíóíbúðin er með sérinngangi og hefur verið stúkuð af neðri hæðinni en auðvelt er að færa aftur í upprunalegt horf. Eignin Lækjarhjalli 1 er skráð sem hér segir hjá HMS: Eign 206-4107, birt stærð 284.4 fm. Nánar tiltekið eign merkt 01-01, ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2026: 187.250.000 kr.
* Smelltu hér fyrir myndband af eigninni *
*  Vinsamlega bókið skoðun hjá Herdísi Valb. í síma 694-6166 eða herdis@gimli.is

* Smelltu hér fyrir söluyfirlit
*

* Bjartar stofur.
* Arinn.
* Sérsmíðaðar innréttingar - Dökkur askspónn.
* Silestone borðplata með innfeldum vaski.
* Vönduð tæki.
* Gólfhiti í baðherbergi aðal- íbúðar.
* Gestasalerni.
* Rúmgóð herbergi.
* Fataherbergi.
* Stúdíóíbúð með sérinngangi.
* Tvöfaldur bílskúr með þremur stæðum fyrir framan.


NÁNARI LÝSING:
Efri hæð (skr. 103,2 fm):
Forstofa:
Flísar á gólfi og góður fataskápur. Gestasalerni: Flísar á gólfi, veggfast salerni. Eldhús: Glæsilegt og opið inn í borðstofu og stofu. Innréttingin er með góðu geymslurými og er sérsmíðuð úr dökkum askspón frá Ballinslöv, Svíþjóð. Tveir AEG ofnar í vinnuhæð, innbyggð uppþvottavél,  AEG Airforce One helluborð með innbyggðri viftu, rými fyrir tvöfaldan ísskáp og steinn á borði. Fallegur bogadreginn gluggi og góður borðkrókur. Borðstofa og stofa: Falleg og björt með vínilparketi á gólfi, arni og útgengi út á flísalagðar svalir. Herbergi I: Rúmgott með vínilparket á gólfi.
Fallegur teppalagður stigi er niður á neðri hæðina.
Neðri hæð ( skr. 137,3 fm):
Herbergi II:
Vínilparket á gólfi. Herbergi III: Vínilparket á gólfi. Herbergi llll: Rúmgott með vínilparketi á gólfi. Herbergi/fataherbergi: Vínilparket á gólfi og góðir fataskápar. Baðherbergi: Glæsilegt og rúmgott með walk-in sturtu, frístandi baðkari, innréttingu, handklæðaofn og veggföstu salerni.
Stúdíóíbúð (ca. 40 fm skv. teikningu skráð sjónvarpsstofa, geymslur og þvottahús): Anddyri: Með innréttingu með tengi fyrir þvottavél og flísar á gólfi. Eldhús: Innrétting og opnanlegum gluggi.
Stofa/herbergi: Í opnu og björtu rými með flísum á gólfi og útgengi út á skjólgóða hellulagða verönd. Baðherbergi: Rúmgott með sturtu, innréttingu og veggföstu salerni.
Bílskúr. (skr. 43,9 fm): Er afar rúmgóður og með rafknúnum hurðaopnurum, góðum gluggum og þvottaherbergi. Fyrir framan bílskúr er hellulögð innkeyrsla með snjóbræðslu, lagt fyrir hleðslustöð og þremur bílastæðum. Lóðin: Er stór, skjólgóð og rótgróin en fyrir liggja hugmyndir að skipulagi m.a. með heitum potti, gróðurhúsi, útieldhúsi með barborði og hálfyfirbyggðu plássi fyrir færanlega útiborðstofu.
Niðurlag: Virkilega fallegt og tignarlegt fjölskylduhús sem er staðsett á eftirsóttum stað í Kópavogi. Stutt er í helstu þjónustu s.s. skóla, verslanir ofl.
* Smelltu hér fyrir: * Teikningu efri hæðar * Teikningu neðri hæðar *

Nánari upplýsingar veitir: Herdís Valb. Hölludóttir Löggiltur fasteignasali og lögfræðingur, í síma 694- 6166, tölvupóstur herdis@gimli.is eða gimli@gimli.is

Gimli Fasteignasala er staðsett á jarðhæð í Skipholti 35 í Reykjavík en einnig rekum við söluskrifstofu að Eyrarvegi 29. 2 hæð á Selfossi.
Við höfum opið frá kl. 10:00 -15:00 mánudaga til föstudaga. Sláðu á þráðinn eða líttu við hjá okkur í Skipholtinu næst þegar þú átt leið hjá. Við erum alltaf með heitt á könnunni. sími: 570 4800, tölvupóstur: gimli@gimli.is: gimli@gimli.is
Heimasíða Gimli fasteignasölu
Gimli á Facebook

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
13/12/2021100.750.000 kr.126.500.000 kr.284.4 m2444.796 kr.
10/09/201363.300.000 kr.61.500.000 kr.284.4 m2216.244 kr.
23/04/200747.050.000 kr.68.000.000 kr.365 m2186.301 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Huldubraut 15
Opið hús:10. sept. kl 17:00-17:30
Skoða eignina Huldubraut 15
Huldubraut 15
200 Kópavogur
236.7 m2
Parhús
624
950 þ.kr./m2
224.900.000 kr.
Skoða eignina Furuhjalli 16
3D Sýn
Bílskúr
Skoða eignina Furuhjalli 16
Furuhjalli 16
200 Kópavogur
245.6 m2
Einbýlishús
846
855 þ.kr./m2
210.000.000 kr.
Skoða eignina Digranesheiði 28
Digranesheiði 28
200 Kópavogur
229 m2
Einbýlishús
614
961 þ.kr./m2
220.000.000 kr.
Skoða eignina Lundur 56
Bílskúr
Skoða eignina Lundur 56
Lundur 56
200 Kópavogur
232.6 m2
Raðhús
623
924 þ.kr./m2
215.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin