Ragnar Guðmundsson, löggiltur fasteignasali, hjá fasteignasölunni TORG kynnir: 5 herbergja einbýlishús til sölu 
*Sólarsæluna húsið Rósakot*. Húsið sjálft er rúmgott og bjart einbýlishús á einni hæð við Reykjamörk 13 í Hveragerði. Í næstu götu er barnaskóli. Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá Íslands 147,6 fm og þar af er bílskúr 29,3 fm. 
Skiptist eignin í rúmgott anddyri/hol, stórt eldhús með nýlegri innréttingu með góðum borðkrók, rúmgóða stofu með góðu borðstofuplássi og útgengt í garð með U-laga/skjólgefandi sólaraðstöðu, heitum potti og gróðurhúsi, svefnherbergisgang, 4 svefnherbergi, 1. baðherbergi,
 þvottaherbergi (ein af. forstofum eignar) og bílskúr. Í bílskúr er bakherbergi sem búið er að innrétta sem vinnuherbergi. Rúmgóð innkeyrsla, gróin garður og lóð umlykur húsið. Í bakgarði er hellulögð verönd með heitum potti. Skemmtileg eign í góðu hverfi í Hveragerði. Barnaskóli í næstu götu og stutt er í leikskóla, sundlaug og alla helstu þjónustu. Auk þess eru fallegar gönguleiðir í næsta nágrenni. 
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðmundsson, löggiltur fasteignasali, í síma: 844-6516 eða með tölvupósti: ragnar@fstorg.isNánari lýsing:Anddyri / forstofa: Komið er inn í rúmgott flísalagt anddyri með ljósum flísum á gólfi.
Eldhús: Rúmgott og bjart eldhús búið dökkri innréttingu með viðaráferð og góðu skápaplássi. Helluborð, ofn og örbylgjuofn í vinnuhæð, innbyggð uppþvottavél og innbyggður ísskápur. Góður bjartur borðkrókur með plássi fyrir eldhúsborði. Gluggar með opnanlegu fagi og flísar á gólfi. Úr eldhúsi er innangengt í þvottaherbergi með sérinngangi.
Stofa / Borðstofa: Stofurnar eru í rúmgóðu og björtu alrými með parketi á gólfi. Stórir gluggar birta upp stofuna og útgengt er um stóra rennihurð á hellulagða verönd með heitum potti.
Hjónaherbergi: Rúmgott hjónaherbergi með parketi á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi: Að undanskildu hjónaherbergi eru þrjú svefnherbergi. Öll með parketi á gólfum.
Baðherbergi: Innréttað með hvítri innréttingu með handlaug og speglaskáp. Upphengt salerni, handklæðaofn og sturtuklefi. Dúkur á gólfi. Gluggi með opnanlegu fagi. 
Þvottaherbergi: Úr eldhúsi er innangengt í þvottaherbergi með sérinngangi. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Gluggi með opnanlegu fagi. 
Bílskúr og innkeyrsla: Bílskúrinn er skráður 29,3 fm og búinn 
bakherbergi sem hefur verið innréttað sem 
vinnuherbergi. Rúmgóð innkeyrsla.
Garður/Lóð: Garðurinn er gróinn og fallegur. Að baka til er hellulögð verönd með heitum potti og er 
gróðurhús í garðinum.
Vel skipulögð og falleg fjölskyldueign á vinsælum og grónum stað í Hveragerði þar sem stutt er í leik- og grunnskóla, útivist og alla helstu þjónustu og verslanir. 
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðmundsson, löggiltur fasteignasali, í síma: 844-6516 eða með tölvupósti: ragnar@fstorg.isFáðu frítt söluverðmat fyrir eignina þína hér.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.800 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Gjaldskrá birt með fyrirvara.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.