BYR fasteignasala kynnir í einkasölu DALSBRÚN 31, 810 Hveragerði. Fimm herbergja parhúsaíbúð á einni hæð í nýlegu hverfi í Hveragerði.
Stutt er í leikskólann Undraland, alla almenna þjónustu og útivistarsvæði. Smellið hér fyrir staðsetningu. Húsið er steypt byggt árið 2008, 130.6 m² að stærð samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri/gangur, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, fjögur herbergi, baðherbergi, gangur, þvottahús og geymsla. Geymsluskúr.
Nánari upplýsingar hjá BYR fasteignasölu | byr@byrfasteignasala.is | 483 5800 |Nánari lýsing: Anddyri/gangur, fjórfaldur fataskápur, þaðan er innangengt í alrými og á herbergisgang og í herbergi I.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, útgengt er úr stofu og borðstofu út á steypta verönd með heitum potti.
Eldhús, innrétting og eyja, spanhelluborð, háfur, Samsung ofn í vinnuhæð, ísskápur og beko uppþvottavél fylgir.
Herbergi I, (inn af anddyri) tvöfaldur fataskápur.
Herbergi II, hjónaherbergi, fjórfaldur fataskápur.
Herbergi III, tvöfaldur fataskápur.
Herbergi IV, án fataskápa (eru í dag í geymslu)..
Baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, vaskinnrétting, upphengt salerni, sturta og gluggi.
Þvotttahús, pláss fyrir tvær vélar undir borði, stálvaskur í borði, gólfhitagrind og inntak er í þvottahúsi, rafmagnstafla er í þvottahúsi.
Geymsla, tvöfaldur fataskápur.
Gólfefni: Harðparket er á alrými, herbergjum, gangi og geymslu. Flísar eru á anddyri/gangi, baðherbergi og þvottahúsi.
Gólfhiti er í eigninni. Innbyggð lýsing er í alrými.
Dalsbrún 29-31 er steypt parhús á einni hæð, klætt að utan með flísum og báruklæðningu. Einhalla þak, ál/timbur hurðar og gluggar.
Hellulagt bílaplan er fyrir framan húsið pláss fyrir tvær bifreiðar,
hleðslustöð með ástöstum kapli 22 kw fylgir.
Steypt verönd með skjólveggjum til suðurs og austurs, heitur pottur er á verönd 6-8 manna.
Geymsluskúr u.þ.b.8.4 m² stendur við verönd, fánastöng. Sorptunnuskýli fyrir tvær tunnur. Lóð aftan við húsið er grasi gróin.
Lóð er 840 m² leigulóð í eigu Hveragerðisbæjar.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 231-5402. Dalbrún 31.Stærð: Íbúð 130.6 m².
Brunabótamat:70.050.000 kr.
Fasteignamat: 75.400.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2026: 82.900.000kr.
Byggingarár: 2008.
Byggingarefni: Steypa.