VALBORG fasteignasala og ráðgjöf kynnir í einkasölu einbýlishúsið Borgarhraun 1, 810 Hveragerði.Fjögurra til fimm herbergja einbýlishús ásamt tvöföldum bílskúr.
Eignin er samtals 158,1 m2 að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Húsið sjálft er 113,1 m2 og telur forstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi (voru fjögur), stofu/borðstofu, baðherbergi, þvottahús og geymslu.
Bílskúrinn er tvöfaldur að breidd, skráður 45,0 m2 að stærð. Í honum hefur verið stúkuð af vinnustofa/skrifstofa öðru megin og pláss fyrir bifreið hinumegin. Inngönguhurð er á austuhlið bílskúrs.
Milli bílskúrs og hús er óeinangrað geymslurými sem nýtist vel fyrir garðverkfærin og annað slíkt.
Þá er einnig afgirt timburverönd sunnan við húsið með aðgengi inn í stofu.
Sjá staðsetningu hér:
Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.Lýsing eignar:
Anddyri er flísalagt. Þar er tvöfaldur fataskápur. Anddyrið snýr út að Heiðmörk og er nánast ekkert notað.
Eldhús er með u-laga endurnýjaðri innréttingu, með efri og neðri skápum. Helluborð, ofn og örbylgjuofn í vinnuhæð. Rými yfir ísskáp. Gott pláss fyrir eldhúsborð.
Stofa/borðstofa. Gluggar til suðurs og hurð út á afgirtan pall á suðurhlið stofunnar. Þar er sólríkt og skjólsælt.
Baðherbergi hefur verið endurgert. Það er flísalagt í hólf og gólf, innrétting með handlaug, handklæðaofn, vegghengt wc og walk-in sturta.
Svefnherbergi I með frístandandi fataskáp og glugga til suðurs.
Svefnherbergi II án fataskáps og með glugga til austurs.
Hjónaherbergi með góðum fataskáp og glugga til suðurs.
Þvottahús og
geymsla eru inn af eldhúsi.
Þvottahús með máluðu gólfi, Ikea-innréttign með plássi fyrir þvottavél og þurrkara. Skolvaskur. Þar er útidyrahurð er snýr til vesturs og er hún notuð sem aðalinngangur húseigenda.
Geymsla er með glugga til vesturs og flísum á gólfi.
Sérstæður tvöfaldur 45,2 m2 bílskúr. Tvær innkeyrsludyr með rafmagnsopnara. Í dag eru vinnuherbergi í öðrum helmingnum og pláss fyrir bifreið í hinum.
Hellulögð bílastæði við innkeyrslu. Hellulagt að húsi og meðfram húsi.
Gólfefni hússins eru flísar og parket.
Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, lgf, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.
Elínborg María Ólafsdóttir, lgf, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.Aðrar eignir sem við seljum má sjá hér.Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum
kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.