Trausti fasteignasala, Kristján Baldursson hdl og löggiltur fasteignasali og Viktoría Rannveig Larsen löggiltur fasteignasali kynna glæsilegt endaraðhús á tveimur hæðum með stórbrotnu útsýni við Brekkugötu 5 í Urriðaholtinu, Garðabæ. Eignin skiptist í efri hæð með forstofu, eldhúsi og stofu í alrými, baðherbergi og svefnherbergi ásamt bílskúr. Neðri hæð geymir þvottahús með geymslu, baðherbergi, þrjú svefnherbergi og óklárað rými sem býður uppá mikla möguleika, útgengt er út á verönd úr því rými sem og svefnherbergi. Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá Íslands alls 217,4 fm þar af er íbúðin 191,6 fm og bílskúr 25,8 fm.
Fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2025 verður kr. 158.450.000
Nánari lýsing á eign:
Efri hæð Forstofa: Gengið er inn í forstofu með góðum skáp. Flísar á gólfi.
Eldhús: Snyrtilegt með fallegri dökkri innréttingu og góðu skápaplássi með bakaraofn í vinnsluhæð og gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp. Eyjan er með marmara þar sem er vaskur með blöndunartækjum frá voila og BORA helluborð ásamt innbyggðri uppþvottavél. Eldhúskrókur með útsýni. Parket á gólfi.
Stofa: Eldhús og stofa eru samliggjandi og er stofan björt og rúmgóð þar sem er útgengt út á svalir með fallegu útsýni. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Snyrtilegt með fallegri lýsingu, handlaug, speglaskáp og upphengdu salerni. Sturta með blöndunartækjum frá Voila og handklæðaofn. Flísalagt í hólf og gólf.
Svefnherbergi: Bjart og rúmgott. Parket á gólfi.
Neðri hæð Þvottahús: Rúmgott með góðu skápaplássi og tengi fyrir þvottavél og þurrkara í vinnsluhæð ásamt rafmagns- og hitagrind í lokuðum skáp í stíl við innréttingu. Inn af þvottahúsi er gluggalaus geymsla. Flísar á gólfi.
Hjónaherbergi: Mjög bjart og rúmgott með góðum skápum og útgengt út á verönd. Flísar á gólfi.
Svefnherbergi I: Bjart og rúmgott með góðum skápum. Flísar á gólfi.
Svefnherbergi II: Bjart og rúmgott. Flísar á gólfi.
Baðherbergi: Snyrtilegt með fallegri innréttingu með handlaug, speglaskáp og innbyggðar hillur. Upphengt salerni, sturta með hágæða tækjum og stórum sturtuhaus, blöndunartæki frá Voila. Skápur með hillum, sem og walk in skápur sem geymir gott geymslupláss og handklæðaofn. Flísalagt í hólf og gólf.
Óklárað rými: Er núna notað undir heitan pott en er skráð sem sjónvarpshol. Útgengt út á verönd. Flísar á gólfi.
Um er að ræða virkilega fallega eign með góðu skipulagi og Free@home hússtjórnarkerfi. Gólfefnin eru mjög vönduð en flísarnar eru frá Birgison og er parketið frá Parka með fiskabeinamunstri, stigi milli hæða er teppalagður með teppi frá Parkó. Gluggatjöld eru frá Sólar og eru stýrð með rafmagni. Lóðin er hellulögð götumegin fyrir framan bílskúr og anddyri með snjóbræðslukerfi. Það er kominn grunnur fyrir pall á veröndinni og er búið að tengja fyrir heitum og köldum potti í töflu.
Eignin er á besta stað í Urriðaholtinu þar sem stutt er í náttúruna, göngu og hjólaleiðir sem og alla helstu þjónustu, leikskóla og skóla.
Allar nánari upplýsingar um eignina veita:
Kristján Baldursson hdl og löggiltur fasteignasali í síma 867-3040 eða á netfanginu kristjan@trausti.is og Viktoría R. Larsen, Löggiltur fasteignasali í síma 6185741 eða á netfanginu viktoria@trausti.is