Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður fasteignasala kynnir bjarta og fallega, mikið endurnýjaða, fjögurra herbergja íbúð með bílskúr í reisulegu tvíbýlishúsi á frábærum útsýnisstað í Grafarvogi. Sérinngangur beint frá góðu bílastæði, stór og glæsilegur 140 m² sólpallur með heitum potti og geymsluhús á lóð. Húsnæðinu hefur verið vel við haldið og mikið endurnýjað á undanförnum árum.
Eignin er skráð skv. fasteignaskrá HMS 173 m² en við bætist c.a 24 m² rými undir bílskúr sem er ósamþykkt.
Anddyri: Gengið er inn um sérinngang sem er flísalagður og með góðum fataskáp.
Gestabaðherbergi: Algjörlega endurnýjað með flísum á gólfum og vegg. Vaskaskápur og upphengt salerni.
Eldhús: Nýleg, vel skipulögð eldhúsinnrétting með spanhelluborði og ofni í vinnuhæð. Stór eldhúseyja með vaski og innbyggðri uppþvottavél, miklu vinnuplássi og góðu geymsluplássi í skúffum og skápum. Parket á gólfi. Glæsilegt útsýni til vesturs úr eldhúsi og stofu
Stofa/borðstofa: Björt og rúmgóð stofa/borðstofa með góðri lofthæð. Þaðan er útgengt út á sólpall. Parket á gólfi
Búr: Lítið búr með hillum og parketi á gólfi.
Barnaherbergi 1: Bjart herbergi með parketi á gólfi.
Barnaherbergi 2: Bjart og rúmgott herbergi með parketi á gólfi og innbyggðum fataskáp.
Hjónaherbergi: Rúmgott með fataherbergi, fallegu útsýni og parketi á gólfi.
Baðherbergi: Algjörlega endurnýjað, flísalagt í hólf og gólf, stór sturta, upphengt salerni, handklæðaofn og hiti í gólfi.
Þvottahús: Nýlega endurnýjað og rúmgott þvottahús með skápum á veggjum og handklæðaofni. Flísalagt gólf.
Geymsla: Innangengt frá þvottahúsi. Hillur á veggjum og flísar á gólfi.
Bílskúr: Rúmgóður bílskúr með flísum á gólfi. Undir bílskúr er stigi niður í ósamþykkt geymslurými af sömu stærð og bílskúr.
Pallur: Stór og glæsilegur c.a 140 m² pallur með hitaveitupotti frá NormX. Miklir og fjölbreyttir notkunarmöguleikar.
Geymsluskúr: Köld geymsla með tveimur inngöngum, frá bílastæði og frá palli.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
08/03/2018 | 53.800.000 kr. | 63.000.000 kr. | 173 m2 | 364.161 kr. | Já |
29/08/2014 | 38.700.000 kr. | 48.100.000 kr. | 173 m2 | 278.034 kr. | Nei |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
112 | 135.3 | 137,9 | ||
112 | 180 | 139,5 | ||
112 | 133.1 | 139,9 | ||
112 | 135.3 | 137,9 | ||
112 | 173.6 | 129,9 |