BYR fasteignasala kynnir í einkasölu HJALLASEL 2 , 700 Egilsstaðir. Sex herbergja einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Smellið hér fyrir staðsetningu. Húsið er byggt árið 2007, eignin skiptist í neðri hæð 88.8 m², efri hæð 81.4 m² og bílskúr 32.4 m² samtals 200.5 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar;
Neðri hæð: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, gangur, stigi, herbergi, baðherbergi og þvottahús, bílskúr.
Efri hæð: Gangur/sjónvarpshol, þrjú herbergi, fataherbergi og baðherbergi.
Nánari upplýsingar hjá BYR fasteignasölu | byr@byrfasteignasala.is | 483 5800 |Nánari lýsing;
Neðri hæð:Anddyri, flísar á gólfi, fataherbergi, innaf anddyri er gangur, frá anddyri er innangengt í baðherbergi og þvottahús.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, útgengt er úr stofu út á steypta verönd með heitum potti.
Eldhús, eyja með helluborði, háfur, möguleiki er á að sitja við eyju, ofn og ofn/örbylgjuofn í vinnuhæð, tækjaskápur,
gert er ráð fyrir uppþvottavél og tvöföldum ísskáp í innréttingu (getur mögulega fylgt).
Herbergi er innaf gangi.
Gangur liggur innan við anddyri að alrými og að stiga uppá efri hæð, geymsla/kústaskápur er við stiga (vegghengdir skápar á gangi geta fylgt).
Baðherbergi, inn af andyri flísalagt í hólf og gólf, vaskinnrétting, upphengt salerni og sturta.
Þvottahús, flísar á gólfi, innrétting með hækkun fyrir tvær vélar, snúrur, vinnuborð, gluggi, innangengt er í bílskúr úr þvottahúsi,
Bílskúr, milliloft, bílskúrshurð er með mótor, útgegnt út í bakgarð, inntök, gólfhitakista og rafmagnstafla, steypt gólf.
Gólfefni: Flísar á öllum rýmum nema bílskúr.
Gólfhiti er á neðri hæð hússins.
Efri hæð:Hjónaherbergi með
fataherbergi innaf, innrétting í fataherbergi.
Tvö herbergi, tvöfaldur fataskápur í báðum herbergjum.
Baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, Brúnás vaskinnrétting og skápar, hornbaðkar, upphengt salerni, handklæðaofn, gluggar.
Gangur/sjónvarpshol, þaðan er innangengt .
Gólfefni: Flæðandi parket á gangi/sjónvarpsholi og herbergjum. Flísar á baðherbergi.
Hjallasel 2 er tveggja hæða einingarhús úr timbri á steyptum grunni, hluti veggja í bílskúr eru steyptir. Húsið er klætt að utan með Viroc klæðningu.
Timbur/ál gluggar og hurðar. Bílskúr er klæddur að utan með liggjandi járnklæðningu, flatt þak á bílskúr.
Möl er í bílaplani, pláss fyrir þrjár bifreiðar. Steypt stétt við inngang og að framanverðu við húsið, steypt verönd með skjólveggjum, hiti er í stétt og á verönd, heitur pottur er á verönd, lóð er afgirt.
Lóð er 562.9 m² leigulóð í eigu Múlaþings.
Skráning eignarinnar hjá HMS:
Fastanúmer 228-8342.Stærð: 01.0101 Íbúð 88.8 m². 01.0102 Bílskúr 32.4 m². 01.0201 Íbúð 81.4 m². Samtals 200.5 m².
Brunabótamat: 99.900.000 kr.
Fasteignamat: 83.650.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2026: 86.450.000 kr.
Byggingarár: 2007
Byggingarefni: Steypt+ timbur.