FASTEIGNASALAN TORG KYNNIR Í SÖLU: 118,2 fm, fjögurra til fimm herbergja endaíbúð á þriðju hæð. Íbúðin skiptist í anddyrisgang, eldhús, borðstofu, stofu, þrjú til fjögur svefnherbergi og baðherbergi og salerni í sitthvoru rýminu. Þvottaaðstaða innan íbúðar. Útgengt er á tvennar svalir frá annars vegar stofu og einnig frá borðstofu. Geymsla og sameiginleg vagna- og hjólageymsla í sameign. Stutt er í alla þjónustu, skóla, leikskóla, búðir og samgöngur.
Allar nánari upplýsingar veitir Matthildur Sunna Þorláksdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 690-4966 eða matthildur@fstorg.is - SÆKJA SÖLUYFIRLIT HÉRNánari lýsing: Komið er inn í anddyri með góðu skápaplássi.
Þaðan er gengið inn í bjarta borðstofu með útgengi á svalir til suðurs. Eldhús er opið í gegn og liggur á milli borðstofu og stofu. Í eldhúsi eru nýlegar, hvítar innréttingar með efri og neðri skápum, gráyrjóttri borðplötu, tveir ofnar, bakara- og örbylgju-/bakaraofn, í vinnuhæð og eldavél með háfi. Möguleiki er á að setja innbyggða uppþvottavél, frontur fylgir.
Stofa er rúmgóð og björt og einnig með útgengi á suðursvalir.
Upprunalega voru fjögur svefnherbergi í íbúðinni, en einu hefur verið breytt í fataherbergi með aðgengi úr hjónaherbergi. Möguleiki er á að breyta því auðveldlega aftur í svefnherbergi með því að loka á milli og færa skápa, hurðin á herberginu er til staðar.
Skápar eru í hinum tveimur herbergjunum.
Baðherbergi er tvískipt, hlið við hlið. Öðru megin er baðherbergi með nettri, hvítri skúffueiningu undir handlaug, efri speglaskáp og baðkar með sturtu. Hinu megin er salerni einnig með nettri, hvítri skápaeiningu undir handlaug, efri speglaskáp og aðstöðu fyrir þvottavél.
Gólfefni á íbúð er vínylparket, fyrir utan á baðherbergi og salerninu, þar eru flísar.
Geymsla er í sameign og einnig er sameiginleg hjóla og vagnageymsla.
Falleg og björt fjölskylduíbúð á vinsælum stað í Hafnarfirði þar sem stutt er í alla þjónustu, skóla, leikskóla og verslanir.
**Misræmi er milli skráningar í eignaskiptasamning og fasteignamati ríkisins. Samkvæmt eignaskiptasamning er eign skráð 105,5 fm en 118,2 samkvæmt fasteignamati ríkisins.Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,-. Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
- TORG fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.