Guðný Ösp, lgf., s. 665-8909 og Torg fasteignasala kynnir mikið endurnýjaða fjögurra herbergja enda íbúð við Breiðvang 32
Um er að ræða mjög bjarta og mikið endurnýjaða fjögurra herbergja íbúð á efstu hæð með einstaklega fallegu útsýni til suð-vesturs með sjávar- og fjallasýn m.a. á Keilir og Snæfellsjökul. Komið er inn í snyrtilega sameign og gengið upp þrjár hæðir(engin lyfta í húsinu) að aðalinngangi íbúðarinnar. Íbúðin var öll mikið endurnýjuð á síðasta ári, þ.e., gólfefni, hurðar, rafmagnstenglar, rofar og innstungur, baðherbergi með upphengdu salerni og fataskápar í hjónaherbergi. Eldhús var opnað og er nú bjartara og í betra flæði við stofu- og borðstofu, öll íbúðinn er nýlega máluð að innan og búið er að skipta um dyrasíma.
Samkvæmt skráningaryfirliti frá HMS er eignin samtals skráð 114,6 m2 en þar af er geymslan 6,7 m2. Fasteignamat eignarinnar fyrir árið 2025 er kr. 66.750.000,-
Nánari lýsing:
Forstofa: parket á gólfi.
Hol: parket á gólfi, skv. grunnteikningu er mögulegt að hafa í því sjónvarp eða skrifstofu.
Eldhús: parket á gólfi, uppgerð græn eldhúsinnrétting, með nýlegri borðplötu með nægu vinnuplássi og nýlegum eldhústækjum, ofn er staðsettur í þægilegri vinnuhæð.
Þvottahús: flot á gólfi, skolvaskur, hillur og borðpláss yfir þvottavél og þurrkara, gluggi með opnanlegu fagi.
Stofa-og borðstofa: parket á gólfi, frá borðstofu er útgengt út á svalir sem snúa í suð-vestur með fallegu útsýni í átt til sjávar og á Keilir og á Snæfellsjökul.
Herbergisgangur: parket á gólfi.
Hjónaherbergi: parket á gólfi og nýlegir fataskápar.
Baðherbergi: flísar á gólfi og veggjum, upphengt salerni, handklæðaofn og baðkar. Inn á baðherbergi er gluggi með opnanlegu fagi.
Herbergi II: parket á gólfi.
Herbergi III: parket á gólfi.
Geymsla: staðsett í kjallara.
Sameiginleg hjóla-og vagnageymsla í sameign í kjallara.
Eignin er staðsett í göngufæri við Engidalsskóla og leikskólann Álfaberg og þá er stutt í alla verslun og þjónustu. Um er að ræða fallega, bjarta og mikið endurnýjaða eign sem vert er að kynna sér vel.
Að sögn eiganda hefur eftirfarandi viðhaldi/endurnýjun verið sinnt á síðasta ári:
* Nýjar hurðar og gólfefni.
* Nýtt eldhús, gólfhiti, eldri eldhúsinnrétting uppgerð og ný eldhústæki, ásamt blöndunartæki.
* Baðherbergi endurnýjað, gólfhiti, upphengt salerni, haldklæðaofn, flísar, innrétting og baðkar.
* Allt nýtt í rafmagni(raflagnir, tenglar, rofar og innstungur) og lekaliða bætt við í töflu í þvottahúsi sem sparar sporin niður í kjallara ef slær út.
* Hiti í eldhúsgólfi og baðherbergi.
* Nýjir ofnar í stofu og svefnherbergi(fyrir utan í þvottahúsi og forstofuherb).
* Þá var ruslageymsla í sameign nýlega yfirfarin og máluð.
Nánari upplýsingar veitir: Guðný Ösp Ragnarsdóttir, lgf. s. 665-8909 eða gudny@fstorg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign: Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila en 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða.
Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali. Umsýslugjald fasteignasölu, samkvæmt gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.