"LÆKKAÐ VERÐ"
Valhöll fasteignasala kynnir bjarta og opna fjögurra herbergja íbúð á efstu hæð (2. hæð) í fjölbýlishúsi í Snælandi 6 í Fossvoginum í Reykjavík. Íbúðin er með þremur svefnherbergjum en var upphaflega með fjórum herbergjum sbr. teikningu.
Eignin er skráð 97,4 fm að stærð þar af er 5,7 fm geymsla í sameign.
Húsið hefur fengið ágætt viðhald undan farin ár og lítur vel út. Nú standa yfir viðgerðir á austurgafl hússins sem seljandi greiðir fyrir.
Þetta er falleg íbúð í litlu fjölbýli á vinsælum stað neðarlega í Fossvoginum. Stutt í skóla og leikskóla
Nánari lýsing:
Eldhús: með hvítri innréttingu, keramik helluborði, tengi fyrir uppþvottavél og parketi á gólfi.
Stofa / borðstofa: rúmgott rými með björtum gluggum, parketi á gólfi og útengi á suður svalir.
Baðherbergi: með innréttingu, snyrtiskáp, baðkari, upphengdu salerni, handklæðaofni og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara.
Svefnherbergi I: rúmgott með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi II: rúmgott með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi III: lítið herbergi með parketi á gólfi. Gæti henta fyrir lítið barn eða sem skrifstofa.
Geymsla: Með hillum er í kjallara.
Þvottahús: sameiginlegt í kjallara.
Hjóla og vagnageymsla: sameiginlegt í kjallara.
Viðhald á húsi undafarin ár:
Þakjárn endurnýjað 2017
Húsið sprunguviðgert og mála 2022
Gluggar, gler og svalahurð í íbúð sunnanmegin endurnýjað 2022
Gler norðanmegin í íbúð endurnýjað 2022
Gluggar og gler í stigagangi endurnýjað 2022
Skipt um teppi og stigagangur málaður 2016
Svalahandrið hækkuð.
Viðhald á íbúð:
Íbúðin hefur verið endurnýjuðað innan í nokkrum skrefum undanfarin 12-14 ár þ.a. á meðal baðherbergi, eldhús (sér á innréttingu), gólfefni, innihurðar og skápar.
Hússjóður:
Þessi íbúð er núna að greiða 34.277 kr. á mánuði í hússjóð.
Nánari upplýsingar veitir:
Snorri Björn Sturluson löggiltur fasteignasali / lögmaður í síma 699-4407 eða snorribs@valholl.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.