Elka lgf. s. 863-8813 og Fasteignasalan TORG kynna 3ja herbergja íbúð á skemmtilegum stað í Rimahverfinu í Grafarvogi á jarðhæð með sérinngangi og verönd.Íbúðin er skráð skv FMR 88,7 m². og skiptist í forstofu, eldhús, stofu/borðstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi ásamt þvottaherbergi og geymslu innan íbúðar.
Fallegur og barnvænn staður í þessu vinsæla hverfi. Fyrirhugað fasteignamat 2025: 60.300.000 kr.
Allar nánari upplýsingar veitir Elka Guðmundsdóttir, lgf. s. 863-8813 / elka@fstorg.isNánari lýsing:
Forstofa: Gengið er inn í forstofu með flísum á gólfi og fatahengi.
Eldhús: Eldhúsið er með hvítri innréttingu, helluborði, háfi og bakaraofni. Tengi er fyrir uppþvottavél. Úr eldhúsi er útgengt út á pall.
Stofa/Borðstofa: Stofan og borðstofan eru stórar, bjartar og samliggjandi.
Baðherbergi: Hvít innrétting. Baðkar með sturtuaðstöðu. Flísar á gólfi og að hluta á veggjum.
Svefnherbergi: Svefnherbergin eru tvö, hjónahebrergi með stórum loftháum fataskápum.
Þvottaherbergi & Geymsla: Góð geymsla með þvotta- og þurrkaðstöðu innan íbúðar.
Skipt var um parket og hurðir í allri íbúðinni fyrir örfáum árum síðan.
Dýrahald er leyft enda um sérinngang að ræða. Afhending um miðjan október.
Virkilega falleg og skemmtileg íbúð á frábærum stað þar sem göngufæri er í flesta þjónustu og skóla. Góðar gönguleiðir og almenningssamgöngur.
Allar nánari upplýsingar veitir Elka Guðmundsdóttir, lgf. s. 863-8813 / elka@fstorg.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasalan TORG því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði