Björgvin Þór Rúnarsson Löggiltur fasteignasali og Prima Fasteignasala kynna einstakt tækifæri í ferðaþjónustu, jörðina Kjóastaði 2 við Biskaupstungnabraut, einungis fimm mínútur akstur frá vinsælustu áfangastöðum landsins Geysi í Haukadal og Gullfoss á Gullna hringnum, mitt á milli Geysis og Gullfoss.
Um er að ræða einstaka jörð að ræða á Gullna hringnum, rétt utan við Geysi á leiðinni að Gullfossi. Mikil tækifæri til áframhaldandi uppbyggingar ferðaþjónustu. Stórglæsileg ferðaþjónusta þar sem eigendur hafa byggt upp öflugan rekstur á löngum tíma.
Í dag eru Geysir Hestar á Kjóastöðum, hestaleiga sem býður uppá styttri hestaferðir um nágrennið ásamt gistingu og veitingasölu. Alls eru sjö hús á eigninni, þrjú lítil gistihús með aðstöðu fyrir fjóra til sex gesti, stórt gistihús með alls 8 herbergjum þar sem þrjú eru fjögurra manna og fimm eru tveggja manna, alls 22 rúm, eitt hús sem hýsir starfsmenn, stórt hesthús ásamt stórum matsal og vel útbúnu veislueldhúsi, og einbýlishús núverandi eigenda. Alls er jörðin 176,8 ha að stærð samkvæmt Þjóðskrá Íslands, með um 80 ha af ræktuðu landi.
Mikið útsýni er til allra átta og yfir hverasvæðið á Geysi, Langjökul, Jarlhettur og víðar.
Miklar og góðar reiðleiðir eru um allt nágrennið, en áður voru farnar lengri ferðir yfir Kjöl frá Kjóastöðum, enda jörðin staðsett á hálendisbrúninni.
Mikil tækifæri eru að byggja áfram upp enn öflugri ferðaþjónustu á góðum grunni.
Öll hús og gistihús eru haganlega útfærð og skreytt í anda hestamennskunnar og sveitarómantíkur
Eigendur hafa gert samning um útleigu á hluta túns norðan við húsin fyrir hringlaga tjöld og getur sá samningur fylgt með í kaupunum.
Einbýlishús:
Gott 115,9 fm timburhús á einni hæð.
Forstofa: Rúmgóð með flísum á gólfi, innangent í þvottahús.
Stofa: Björt og rúmgóð stofa með miklu útsýni. Parket á gólfi og falleg kamína sem setur mikinn svip á rýmið. Útengi á stóran sólpall í suður.
Eldhús: Ljós U-laga eldhúsinnrétting með grárri borðplötu. Mjög bjart með miklum gluggum. Parket á gólfi.
Borðstofa: Mjög björt með parketi á gólfi. Útegngi út á sólpall í austur.
Hjónaherbergi: Rúmgott með góðum skápum, parket á gólfi.
Svefnherbergi #2: Parket gólfi.
Svefnherbergi #3: Parket á gólfi.
Baðherbergi: Plássgóð innrétting, sturtuklefi, flísar á gólfi.
Þvottahús: Rúmgott, inn af forstofu.
Gisting:
Stórt 192,2 fm. gistihús með 8 herbergjum með gistirými fyrir 22 manns.
Mjög vel búið, bjart og vel skipulagt.
Hol/gangur: Skemmtileg stemning þegar gengið er um húsið sem er innréttað í fallegurm rustic stíl. Harðparket á gólfi og endurunnið bárujárn í lofti.
Herbergi: 3 fjögurra manna herbergi og 5 tveggja manna herbergi. Fallega innréttuðuð og vel búin með harðparketi á gólfi.
Snyrtingar: í húsinu er góð snyrtiaðstaða með 4 sturtum og 4 salernum.
Borðstofa/setustofa: Í suður-enda hússins, rúmgott og bjart alrými, skemmtilega innréttað með kaffiaðstöðu. Útgengi á grasflöt. Frábært útsýni yfir Geysis-svæðið
3 mjög vel búin ca.28,7 fm hús með góðu svefnlofti og viðargólfi.
Forstofa: í bíslagi.
Stofa: Rúmgóð með góðri lofthæð, borðstofa/setustofa. Gert ráð fyrir svefnplássi fyrir tvo.
Eldhús: Góð eldurnaraðstaða
Baðherbergi: Inn af eldhúsi með sturtu og glugga
Svefnherbergi: Inn af stofu með hjónarúmi.
Svefnloft: skemmtilegt rými þar sem 2-4 geta gist, 2 rúm og tvær dýnur.
Starfsmannahús:
Um er að ræða 23,1 fm hús sem í dag er nýtt fyrir starfsfólk, fjögur herbergi.
Hesthús:
Stórt og bjart hesthús með 21 stíu, 1-2 hesta ásamt stórri hnakkageymslu og almennt mjög góðri aðstöðu fyrir hesta og menn. Reiðtygi, gallar og hjálmar fyrir 30-40 manns. Við hesthúsið eru 3 gerði auk þess sem er stórt reiðgerði.
Samkomusalur:
Aðkoma að hesthúsi, áður nýtt sem hlaða, sambyggður við hesthús. Afar fallegt samkomurými sem hefur verið innréttað á mjög skemmtilegan hátt.
Borðsalur/veislueldhús:
Þar við hliðina er borðsalur með vel útbúnu veislueldhúsi og eru gluggar á milli borðsals og hesthúss þar sem hægt er að fylgjast með hestunum. Veitingaleyfi fyrir 44 manns. Tvær snyrtingar í anddyri.
Leigutekjur eru af útleigu af smá landskika norðan við gistihúsin þar sem eru nokkur hringlaga gistitjöld á steyptum grunni
Welcome to Geysir Hestar video
https://youtu.be/MGvztt9Slbg
Nánari upplýsingar veita:
Björgvin Þór Rúnarsson löggiltur fasteignasali
s.8551544 / bjorgvin@primafasteignir.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:
Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.